Húnavaka - 01.05.1984, Page 82
80
HUNAVAKA
að þessi hluti sögunnar hafi orðið til á Þingeyrum og hvötin til efnis-
söfnunar hafi komið þaðan, þ.e. frá klausturbræðrum Guðmundar
sem hafi viljað láta rita söguna honum til varnar. (Sbr. formála Jóns
Jóhannessonar fyrir Sturlungu, Reykjavík 1946, síðara bindi).
Landnámabók er sögurit um landnám á Islandi. Ein elsta gerð
hennar var Styrmisbók, sem kennd er við Styrmi Kárason hinn fróða
(d. 1245). Því nefni ég þetta hér að Styrmir fróði mun hafa alist upp á
Þingeyrum. Hefur hann eflaust hlotið menntun sina í klaustrinu og er
í sumum heimildum talinn sonur Kára Runólfssonar, sem var ábóti á
Þingeyrum (vígður 1181, d. 1187 eða ’88). Vitað er að Styrmir fróði
samdi sögu af Ólafi helga og er Flateyjarbók aðalheimildin um hana.
Styrmir prestur var um tíma mjög handgenginn Snorra Sturlusyni.
Þykir líklegt að Snorri hafi kynnst bók Styrmis áður en hann samdi
Ólafssögu sína, enda hefur Styrmir að líkindum verið heimilismaður í
Reykholti um skeið. (Sbr. Flateyjarbók II, (Akranes) 1945, formálinn).
Má það teljast happ fyrir íslenska sagnaritun og þó einkum norska
sagnfræði þegar Styrmir prestur knúði dyra í Reykholti með Ólafs-
sögu sína undir hendinni.
Fyrstu Islendingasögurnar hafa að öllum líkindum verið skráðar í
klaustrunum. Sýnir það hvað klaustrin hafa í upphafi verið þjóðlegar
stofnanir. Þrjár Islendingasögur, Heiðarvígasaga, Vatnsdælasaga og
Hallfreðarsaga gerast i næsta nágrenni Þingeyra en Kormákssaga,
Bandamannasaga og Grettissaga vestar í héraðinu.
Heiðarvígasaga greinir frá hinum svo kölluðu „heiðarvígum“
Húnvetninga og Borgfirðinga á Tvídægru. Eru þau talin hafa gerst
1014. Sigurður Nordal telur Heiðarvígasögu ritaða um 1200 (sbr. S.N.
’68 Um ísl. fornsögur, bls. 114) og er hún þá sennilega elst íslend-
ingasagna, en á þeim tíma stóð einmitt sagnaritun með miklum blóma
á Þingeyrum.
Grænlendingasaga telst einnig til orðin á eða í næsta nágrenni við
Þingeyrar, en hún segir frá landnámi á Grænlandi og fundi Norður-
Ameríku. (Sbr. Bj. Þorst., 1966, bls. 239).
Vatnsdælasaga er ættarsaga Vatnsdæla, Ingimundar ins gamla og
niðja hans. Einar Ólafur Sveinsson telur Vatnsdælu hiklaust af Þing-
eyraskólanum en trúlega ritaða undir handarjaðri Hvammverja, sem
án efa hafa talið sig eftirmenn hinna fornu Vatnsdæla (sbr. Í.F. VIII,
formáli, bls. XIII). Sögunni lýkur með frásögn af dauða Þorkels kröflu
um miðja 11. öld. Virðist Þorkell krafla vera hafinn upp á kostnað