Húnavaka - 01.05.1984, Page 83
HUNAVAKA
81
Æverlinga, en Hvammverjar voru nú í miklum uppgangi en máttu
muna þá tíð þegar Víðidælir, af ætt Æverlinga óðu uppi í héraðinu. f
Vatnsdælu er Þórdís spákona á Spákonufelli kölluð mikilsverð og í
Þorvaldar þætti víðförla er hún hin göfugasta kona. í Kormákssögu er
Þórdís aftur á móti kölluð fordæða og illa lynt. Bæði Þingeyrar og
Hvammur í Vatnsdal áttu hlut í Spákonuarfi og höfðu því Þingeyra-
munkar jafnt og klerkar í austurhluta sýslunnar sérstaka ástæðu til að
halda uppi hróðri Þórdísar.
Spákonuarfur var ítök í viðarreka og hvalreka á milli varar hinnar
fornu og Deildarhamars, sem sagan segir að Þórdís spákona hafi gefið
ýmsum eftir sinn dag. Er til skrá um skipti á Spákonuarfi frá um 1200.
(ísl. fornb. I, K.höfn, 1857-76). Hallfreðarsaga er talin rituð á ára-
tugnum 1215-25, er yngri en Ólafssögur Þingeyramunka en eldri en
Heimskringla. Hallfreður fæddist og ólst upp í Húnaþingi, og er sagan
því mjög sennilega rituð á Þingeyrum eða þar í grennd, enda bendir
staðarþekking höfundar eindregið til þess. Einar Ólafur Sveinsson
segir um Hallfreðarsögu: „En ekki sýnist hún verða tengd við neinar
sérstakar ættir á þeim slóðum, eins og t. d. Vatnsdæla, og ekki mun
ættrækni vera undirrót ritunar hennar. Hitt er sönnu nær, að hún sé
sprottin upp af sagnaritun á Þingeyrum, saga kristniboðskonungsins
dró á eftir sér sögu skálds hans. Með þessu er ekkert um það sagt, hvort
hún sé skrifuð á Þingeyrum; virðast mér ekki til röksemdir um það. En
hún er af Þingeyraskólanum og ber ærin merki þess.“ (f.F. VIII, bls.
LXXIII, formáli).
Grettissaga er sú eina af sögunum þrem, sem gerist í vestari hluta
héraðsins, sem virðist hafa ótvíræð tengsl við Þingeyrar. I Grettissögu
er á nokkrum stöðum vitnað til Sturlu Þórðarsonar. Getum má að því
leiða að Sturla Þórðarson hafi ritað yfirlit um alla aðalviðburði í ævi
Grettis. I núverandi mynd er sagan rituð nálægt 1300. Um höfund er
ekki vitað en sterk rök hníga að því að það hafi verið Hafliði Steinsson,
prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi. Höfundur hefur verið gagn-
kunnugur í Húnaþingi og haft aðgang að góðum bókakosti að þeirrar
tíðar hætti. Einnig hlýtur höfundur að hafa verið kunnugur staðhátt-
um í Noregi. Séra Hafliði lærði prestleg fræði á Þingeyrum, var sTðar
um skeið ráðsmaður staðarins og próventumaður þar. Hann andaðist
árið 1319, 66 ára að aldri. Mætti hugsa sér að Hafliði hafi skrifað
Grettissögu þegar hann var orðinn próventumaður á Þingeyrum.
6