Húnavaka - 01.05.1984, Page 86
84
HÚNAVAKA
Lárentsíus. Mætti hugsa sér að slík vinaboð hafi verið gagnkvæm og
hafi fólkið þannig kynnst því sem var að gerast í klaustrinu, svo sem
þeim sið að lesa bækur á kvöldvökum. (Sbr. Bj. Þorst. 1966, bls. 231).
Eftir að landið komst undir konung efldist kirkjuvaldið mjög.
Blómaskeiði sagnaritunar lauk að mestu innan klaustranna um sama
leyti. Helgisögur og helgikvæði voru nú það helsta sem þar var skráð.
Menn söfnuðu einkum gömlu, juku við og endurrituðu.
Hagur landsmanna fór sifellt versnandi, bæði vegna skattpíningar
(hirðstjórarnir) og eins vegna versnandi árferðis. í Lögmannsannál
1347 er þess getið að biskupar hafi gerst svo harðir við landsfólkið að
það þóttist varla mega undir búa. Einnig geisaði bólusótt um allt land
og andaðist fjöldi fólks. Árið 1347 var vetur svo harður og vor, að
enginn mundi slíkan norðanlands. Grasvöxtur var enginn.
„I sögu Guðmundar góða frá því um miðja 14. öld segir, að það sé
kynfylgja á íslandi „að þar gengur með öreign múgur manns hús af
húsi á vetur og sumar og hefur enga næring nema ölmusugjörðir góðra
manna“.“ (Sbr. Bj. Þorst. Ný ísl.s. 1976, bls. 139).
Varla hafa förumenn farið hjá garði á Þingeyrum. Þó komu þeir
tímar að klaustrið var ekki aflögu fært. I Svartadauða lést Sveinbjörn
ábóti Sveinsson og svo hart lék pestin klaustrið að aðeins einn bróðir
lifði þar eftir 1403. (Sbr. Janus J., bls. 193).
í Nýja-annál frá 1424 er þessari frásögn skotið inn:
„ „Tuttugu vetrum seinna en Kvæða-Anna var merkt, kom svó
mikit hallæri á Islandi, at hón lánaði Þingeyraklaustri sex véttir
smjörs“.“ (Islenzkt ljóðasafn, III. bindi. Reykjavík 1976).
Um þennan atburð yrkir Fornólfur svo:
„Er eg nú skilin, — í endurgjald
og orðin vonarmaður, —
bræðranna undir bænahald,
og Benedicti gæzku vald,
á Þingeyrum, og þar er helgur staður.“
(Islenzkt ljóðasafn, III. bindi. Reykjavík 1976).
Heldur hefur syrt í álinn þegar klaustrið fékk lánað smjör hjá
merktum þjófi.
Hvað sem því líður hefur Þingeyraklaustur snemma auðgast og