Húnavaka - 01.05.1984, Page 88
86
HUNAVAKA
ina 1812. (Blanda I, 1918-20, bls. 320). Þannig varð Þingeyraklaustur
eins og önnur klaustur og kirkjur til að stórefla konungsvaldið í land-
inu.
Nú mun ekki annað varðveitt á Þingeyrum frá tíð klaustursins en
altaristaflan fagra úr alabasti.
Silfur og gripi klaustursins höfðu sendimenn konungs á brott með
sér strax eftir siðaskiptin. (Sbr. íón Helgason biskup, Kirkjusaga Is-
lands, II. b., bls. 83).
Lokaorð
I meira en 400 ára sögu Þingeyraklausturs hafa skipst á góðæri og
harðæri. Þingeyraklaustur hefur haft mikil áhrif í héraði og utan.
Undarlega fáar heimildir finnast um daglegt líf og störf á þessu
menningar- og menntasetri.
Sagnaritunin í Þingeyraklaustri er veigamikill þáttur í menningar-
sögu þjóðarinnar og það sem flestum kemur fyrst og síðast í hug þegar
Þingeyra er getið.
Klaustrið varð ótrúlega voldugt að veraldlegum auði, raunar var
grunnurinn lagður að auðæfum þess með tíundunum. Auðsöfnun
Þingeyraklausturs ásamt auðsöfnun annarra klaustra og kirkna jók
stórlega veldi konungs hér á landi eftir siðaskipti.
HEIMILDASKRÁ
1. Annálar 1400-1800, I. bindi. Nýi annáll bls. 24 og Skarðsárannáll bls. 86. Hið
íslenska bókmenntafélag, Rvík, 1920-27.
2. Arngrímur ábóti: Guðmundarsaga Arasonar. Islendingasagna-útgáfan, Rvík
1948 (bls. 292).
3. Biskupasögur III. Lárentsíussaga. fslendingasagna-útgáfan, Rvík 1948 (bls.
75-83).
4. Björn Ólsen: Æfisaga, Blanda I. Sögufélag Rvík 1918-20, bls. 285, 302.
5. Björn Þorsteinsson: Islensk miðaldasaga. Sögufél. Rvik 1978 (bls. 127).
6. Björn Þorsteinsson: Ný fslandssaga, Heimskringla Rvík 1966 (bls. 98, 139, 231,
239).
7. Einar Ólafur Sveinsson: Formáli Vatnsdælasögu. Islensk fornrit VIII, H.Í.F. Rvík
1939 (bls. 12-13 og 72-73).
8. Flateyjarbók I. Þiðrandaþáttur og Þórhalls. Flateyjar útgáfan, Akranesi 1944 (bls.
465-468).