Húnavaka - 01.05.1984, Page 94
INGIBERGUR GUÐMUNDSSON, Skagaströnd:
Af sjódraugum
og fleira fólki
Á stofu eitt á Héraðshælinu á Blönduósi liggur rúmlega níræður
öldungur. Sjóninni hefur hann tapað fyrir mörgum árum en heyrnin
er nokkuð góð og minnið ekki síðra. Mælskur er hann og kann vel að
segja frá. Skólagangan var að vísu ekki löng en sjálfsmenntunin þeim
mun meiri og vel fylgist hann með ennþá. Sé komið í heimsókn til hans
er eins víst að maður fái í staupinu og umræðuefnin eru fjölmörg, allt
frá fréttum gærdagsins til gamalla minninga, heimspeki eða bók-
mennta.
Þessi garpur heitir Ólafur Guðmundsson og fæddist árið 1891 að
Hofi á Skagaströnd. Ungur flæktist hann milli bæja með móður sinni
í vinnumennsku en 1915 byggði hann sér torfbæ, Brautarholt, í
Höfðakaupstað og bjó þar alla tíð, þar til hann fór á Héraðshælið. Á
tíunda aldursári var hann í Höfnum á Skaga sem þá var stórbýli. Þar
bjó Jónína Jónsdóttir, seinni kona Árna Sigurðssonar sem þá var
látinn. Á bænum var maður, Klemens Jónsson, fæddur þar og upp-
alinn — „fróður kall“ — eins og Ólafur orðar það. Hafði hann m.a.
þann starfa að skera skæði handa fólkinu. Ólafi og Klemens varð fljótt
vel til vina og fræddi gamli maðurinn hann um fjölmargt enda strák-
urinn spurull og forvitinn.
Hér á eftir fara þrír stuttir þættir, skrifaðir eftir frásögn Ólafs. I
hinni fyrstu er Ólafur sjálfur aðalheimildarmaður en Klemens gamli
sagði Ólafi tvær þær siðari:
Það var dag einn í febrúar, aldamótaárið, að menn voru við smíðar
í Höfnum. Var Ólafur sendur til næsta bæjar, Kaldrana, að fá lánaða
sög. Dimmt var yfir og fjúk. Ólafi sóttist ferðin vel úteftir enda aðeins
fimmtán mínútna gangur, en um það leyti sem hann lagði af stað
heim aftur versnaði veðrið mjög. Svo háttaði til að stutt frá Kaldrana
voru beitarhús frá Höfnum rétt við sjóinn. Var sauðamaður nýlega