Húnavaka - 01.05.1984, Page 96
94
HUNAVAKA
ekki út í víkina strákur. Hvern andskotann ertu eiginlega að góna á.“
„Nú ég er að horfa á drauginn,“ svaraði Ólafur. „Djöfulsins vitleysa er
kominn í kjaftinn á þér,“ sagði sauðamaður því hann sá ekki neitt.
Ræddu þeir ekki meira um þetta en settu inn féð og fóru svo heim
um kvöldið. Frétti Ólafur það síðar að fleiri hefðu séð sjódraug þennan
og kunnu skýringu á tilvist hans. Fyrir um hundrað árum hafði skip,
sem kom austan af Skaganum, farist þarna í óveðri fyrir utan Kald-
rana. Einhverja úr áhöfninni rak á fjörur og meðal þeirra var formað-
urinn sem var hraustmenni mikið. Hafði hann komist upp á mölina og
verið með lífsmarki þegar hann fannst. Fólk hafði hins vegar haldið að
hann væri dauður og fékk hann enga aðhlynningu. Þess vegna gekk
hann aftur, hélt til í skúrunum en virðist ekki hafa gert neinum mein.
Hins vegar trúði fólk því að hann væri að hálfu leyti maður og hálfu
leyti draugur af því hann hefði ekki drepist alveg.
Aldrei sá Ólafur sjódrauginn aftur en hver veit nema að hann haldi
ennþá til í grennd við Kaldrana.
Alla tíð hefur verið mikið selalátur við Hafnir. Margir selir áttu bæli
sín í eða nálægt klettunum sem þar eru. Grófu þeir þá oft holur og
gerðu sér bæli, því mjúk mold er þar víða.
Eitt sinn var ung vinnustúlka í Höfnum, sem nýbúin var að taka
upp undir sig, send að vorlagi út á tún til að hreinsa það. Hafði
búpeningur gengið á túninu um veturinn. Var venja að setja afrakið í
vilpur eða annað sem græða þurfti út.
Stúlkan var þarna lengi dags en þegar hún var komin neðarlega í
túnið tók hún eitt sinn taðhrúgu og ætlaði að kasta í gjótu rétt hjá.
Reis þá selur, stór og illúðlegur mjög, upp úr gjótunni og gerði sig
líklegan til að ráðast á hana. Varð stúlkan mjög hrædd en bandaði þó
hendinni í móti selnum og hörfaði undan. Seig selurinn þá aftur niður
í bæli sitt. Sagði stúlkan frá þessu heima um kvöldið, en fólki þótti
þetta ekki tiltökumál.
Leið svo fram og kom að því að stúlkan ól barnið. En þá brá
mönnum mjög í brún. Barnið fæddist andvana en með selshöfuð. Að
öðru leyti var það eðlilegt. Slík voru áhrifin af hræðslu stúlkunnar.
Að lokum fylgja hér nokkrar vísur sem Klemens kenndi Ólafi. Til-
drög þeirra voru þau að sjómann nokkurn dreymdi fyrir drukknun
sinni og orti þar um. Liðu síðan allmörg ár en í apríl 1864 fórst skip á
Skaga í vitlausu veðri. Drukknuðu allir sem á bátnum voru, m.a.