Húnavaka - 01.05.1984, Page 103
HUNAVAKA
101
um, Kristín Halldórsdóttir og Gestur Pálsson fluttu þangað 1974. Þau
hafa verið kirkjunni velviljuð á allan hátt og gott til þeirra að leita.
Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu Bergsstaðakirkju.
Fyrir afmælið var reynt eftir föngum að hressa upp á útlit hinnar
öldnu kirkju, bæði að utan og innan. Þó er margt ógert enn. Allt hefur
þetta verið unnið í sjálfboðavinnu. Einstaklingurinn má sín lítils, en
sameinuð getum við lyft grettistökum. Vil ég nota þetta tækifæri til að
þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn, ekki síst söngfólki sem
fengið var að láni úr næstu sóknum, svo og organistanum Jónu A.
Stefánsdóttur á Steiná.
í tilefni af afmælinu bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir, og sýna
þær glögglega þann hlýhug sem hjá fólki býr í garð kirkjunnar. Guð-
rún frá Bergsstöðum gaf vandaðan orgelstól. Kvenfélag Bólstaðar-
hlíðarhrepps gaf af sinni alkunnu rausn skrautritaðar sálmabækur.
Burtfluttir sóknarprestar gáfu kirkjunni afar fallegan hökul, sem á
afmælinu prýddi altarið í fyrsta sinn, og Steinárhjón, Ragnheiður og
Stefán gáfu kirkjunni stóra peningagjöf.
Núverandi sóknarnefnd Bergsstaðakirkju, en hana skipa Katrín
Grimsdóttir, Ingólfur Bjarnason og Sigurjón Guðmundsson, réðust i
það fyrirtæki að láta gera veggplatta af kirkjunni. Myndina teiknaði
Ólafur B. Jónsson bóndi á Steiná. Plattinn er mjög látlaus og stíl-
hreinn og er til sölu innan héraðs.
Það er svo um kirkjur sem önnur mannanna verk að þær eru hver
sinnar gerðar. Heyrt hef ég fslendinga segja sem dvalið hafa með
öðrum þjóðum, skoðað frægustu kirkjuhús veraldar, og hrifist af
þeirra stórfengleik, að þegar heim kom voru það ekki þessi frægu
guðshús sem þeim voru efst í huga. Það var miklu fremur lítil skraut-
laus sveitakirkja i þeirra heimabyggð.
Mér hefur alltaf fundist sérstakur virðuleikablær yfir Bergsstaða-
kirkju. Ef til vill er það vegna þess að ég hef alist upp með henni. Hún
fellur vel að landslaginu, stendur í miðjum dalnum í grösugu túninu,
og nýtur sín jafn vel hvort sem komið er utan eða framan dalinn. Ég ek
aldrei svo um veginn að renna ekki auga heim.