Húnavaka - 01.05.1984, Page 113
SIGURÐUR BJÖRNSSON, Örlygsstöðum:
Júlíus í Króksseli
Á ofanverðri nítjándu öld settist að í Húnaþingi maður að nafni
Jósef, kominn vestan undan Jökli á Snæfellsnesi, giftist hér og setti
saman heimili. Sonur hans var Júlíus er lengi bjó í Króksseli og
kenndur við þann bæ. Kona Júlíusar var af ætt séra Páls á Knapps-
stöðum, og voru þau með þeim fyrstu sem festu byggð á Kálfs-
hamarsnesi og bjuggu þar við mikla fátækt uns Júlíus missti konu sína
frá fimm ungum börnum. Þá skildu leiðir og þau ólust upp með
vandalausum. Öll reyndust þau systkin atorkusöm er þau uxu upp og
og sköruðu fram úr sínum samborgurum bæði hvað úrræði og atorku
snerti. Bræðurnir voru tveir, Eðvald og Sigurjón. Eðvald var löngum á
vist með föður sínum, frábær vaskleikamaður bæði á sjó og landi, en
Sigurjón fór ungur að heiman og stundaði sjó alla ævi. Var hann lengi
skipstjórnarmaður við Isafjarðardjúp á fiskiskipum, og var heiðraður
fyrir vasklega björgun manna úr sjávarháska á Isafjarðardjúpi. Ein
systirin hét Guðný, hún var lengi forstöðukona fyrir Elliheimilinu
Grund í Reykjavík og þótti henni farast sú ráðsmennska svo vel úr
hendi að orð fór af. Á síðastliðnu hausti átti ég tal við hjúkrunarkonu á
Landspítalanum, Guðrúnu Margeirsdóttur. Hún sagðist hafa hjúkrað
Guðnýju Júlíusdóttur í banalegu hennar og kynnst því að hún var
mesta merkiskona.
Eftir að Júlíus missti konu sína fór hann að búa með konu sem hét
Sigurlaug Jóhannesdóttir frá Örlygsstöðum, þau áttu ekki börn sam-
an, en fór vel á með þeim. Þau byggðu sér bæ við Kálfshamarsvík, sem
þau nefndu Garðshorn. Þar bjuggu þau nokkur ár og stundaði Júlíus
þá sjó frá Kálfshamarsvík og réri með formanni er Guðmundur hét.
Auk þess hafði Júlíus nokkrar kindur, sem hann hafði nytjar af.
Svo seldi Júlíus Garðshorn og fékk ábúð á Króksseli, þægilegu koti
inn við Fossá. Þar bjó hann lengi síðan og farnaðist vel, var þó alltaf