Húnavaka - 01.05.1984, Page 116
114
HÚNAVAKA
Nú var mér veitt af rausn, en litlum efnum og þegar ég hafði þessi
firn af kræsingum fyrir framan mig bað ég Júlíus að borða með mér,
en það vildi hann ekki, en sagði: „Meðan ég hafði lystina vantaði mig
matinn, nú hef ég matinn, en vantar lystina“. Ekki minnist ég þess að
hafa heyrt mann lýsa fátækt sinni með færri orðum á látlausari hátt.
*
GNÆGÐ SMJÖRS
Þá ber síst að gera lítið úr gnægð og gæðum smjörs hjá oss. Þó að ekkert sé fullyrt um
gæði þess, er gnægð þess að minnsta kosti slík, að skrín og kistur hinna efnaðri manna
nægja ekki undir það. Getur því að líta enga smáræðis smjörhlaða, sem hrúgað er ofan
á borð í húsum sumra efnamanna. Af þessu fær smjörið, sem annars er ekki slæmt, í sig
nokkra remmu eða beiskju, því að salt vantar í það með öllu. Engu að síður er þó hægt
að varðveita það frá úldnun og fúnun í eitt eða tvö ár. Annars fást erlendir kaupmenn
aldrei til þess að taka við þessu gamla smjöri, þeir gína við nýju smjöri og yfirleitt
kúasmjöri, þó við gerum eigi aðeins smjör úr kúamjólk, heldur lika úr sauðamjólk, sem
að visu er hvítara en hið fyrrnefnda.
fslandslýsing Odds Einarssonar.
ENDALOK LUDENDORFS
Ole Omundsen (Óli norski) átti og gerði út tvo stóra, opna trillubáta á árunum fyrir
seinni heimsstyrjöldina. Hann gerði þá út frá Skagaströnd og skírði þá eftir tveimur
frægum, þýskum hershöfðingjum, hétu þeir Hindenburg og Ludendorf.
Síðasti formaður á Ludendorf var Þórarinn Jónsson í Sólheimum. Eitt sinn reru
þeir á línu út á Nesjamið, Ludendorf og Sæfari, sem var nokkru minni trilla. For-
maður á henni var Bogi Björnsson, siðar verkstjóri á Akranesi. Hann var mágur
Þórarins í Sólheimum. Veður var sæmilegt um morguninn, en er þeir höfðu dregið
línuna var komið sunnan- suðvestan ofsaveður svo ófært var á móti veðrinu inn til
Skagastrandar og þar til lendingar.
Það varð því fangaráð þeirra að hleypa undan veðrinu til lendingar í Víkum á
Skaga. Þangað höfðu bátarnir samflot og náðu þangað heilu höldnu án teljandi
áfalla, þó að veðrið væri vont.
Þar ætluðu þeir að setja bátana upp með spili er þar var í fjörunni. Það tókst að
koma Sæfaranum upp á fjörukambinn, en Ludendorf var það þungur að spilið tók
hann ekki og strandaði hann þar í fjörunni og ónýttist. Bátsverjar dvöldu í Víkum
heilan sólarhring og héldu þá heim með Sæfaranum. Þá var veðrið að mestu gengið
niður.
(Heimild: Steingrimur Jónsson, hann var háseti á Ludendorf).