Húnavaka - 01.05.1984, Síða 124
122
HUNAVAKA
dal. Nefnir hann við Berg að hann muni hafa hjálpað Guðmundi
bróður sínum. Hafði Guðmundur verið á leið frá Herjólfsstöðum
vestur á Skagaströnd að sækja systur sína sem var þar í skóla og ætlaði
heim í jólafrí. Hafði hann sagt frá hrakningum sínum og það með að
rjúpnaskytta sú er hjálpaði honum myndi hafa krafta i kögglum.
Þóttust menn þekkja að þar hefðu ekki aðrir verið á ferð en Guðberg í
Kambakoti.
■K*
HEIT ÁST OG MIKIL FRJÓSEMI
En að sama skapi sem velflestir íslendingar eru gæddir lofsverðri sjálfsstjórn, þá
hygg ég lika, að hvergi sé hin lögmæta ást millum hjóna heitari og innilegri en á
fslandi. Hef ég ýmislegt fyrir mér í því, en þó fyrst og fremst hina ótrúlegu sorg, sem
nær úr hófi fram þjakar og kvelur flesta, þegar dauðinn skerst í leikinn og slítur
hjónaböndin sundur. Enda er það sannarlega engin furða, þar er þeir finna í hjóna-
bandinu hina ákjósanlegu blessun réttsýnna maka, sem með glæsilegum orðum og
undurfagurri samlíkingu er lýst í 128. sálmi Davíðs, þar sem segir svo um barnafjölda:
Kona þín er sem frjósamur vínviður innst í húsi þínu, synir þínir sem teinungar
olíutrésins umhverfis borð þitt. Sjá, sannarlega hlýtur slika blessun sá maður, er óttast
Jahve.
Og svo er frjósemi sumra mæðra mikil, að þær fæða 20 eða jafnvel 30 börn, að ég
tali nú ekki um sjálfa feðurna, sem í öðru eða þriðja hjónabandi geta miklu fleiri.
Islandlýsing Odds Einarssonar.
FIMM, SEX EÐA JAFNVEL SJÖ HORN
Sauðfé vort hefur sér til prýði mjög fögur reyfi, sem hjá oss eru ekki klippt, heldur
rúin að fornri venju. Nautpeninginn prýða aftur á móti mikil horn, sem áður fyrr voru
hin verðmætustu, enda voru gerð úr þeim drykkjarker, sem höfðingjar notuðu í
stórveizlur; var röndin og fóturinn úr silfri, en slegin voru þau spöngum, gylltum eða
úr eir, svo sem vitað er, að margar aðrar þjóðir hafa gert. Nú á dögum er samt yfirleitt
ekkert gert úr hornum þessum nema spænir bændafólks. Ekki er þó nautpeningur alls
staðar á Islandi hyrndur. Má sjá naut sem hrúta i sumum héruðum alkollótta af
einhverri leyndri ástæðu, sem þó er náttúrufræðingum ekki óþekkt. Aftur á móti hafa
margar kindur fimm, sex eða jafnvel sjö horn.
Islandslýsing Odds Einarssonar.