Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 126
124
HUNAVAKA
á því hvernig bækur voru ritaðar, svokölluðu sjónminni. Reiknings-
maður var hann góður, hafði af sjálfsdáðum numið 1. og 2. hefti af
reikningsbók Eiríks Briem, og eitthvað kunni hann í flatar- og þykkt-
armálsfræði. Hugarreikning iðkaði hann mikið og lék sér að allerfið-
um úrlausnarefnum, var skarpur og minnið gott á tölur. Hann fékkst
við barnakennslu á vetrum um nokkurra ára skeið, kenndi lestur,
skrift, reikning, kver og biblíusögur. Honum mun hafa leiðst sá starfi,
og kosið fremur önnur störf, en vegna fötlunar hans voru ekki mörg
störf við hans hæfi.
Ekki var hann hlífisamur við sig eða börnin. Settist á rúmið hjá
þeim á morgnana og byrjaði yfirheyrslur meðan þau lágu í rúminu,
vegna húskulda í baðstofunum. Þegar þau voru komin á fætur og
höfðu etið morgunverð byrjaði aðalkennslan með 5 mínútna hléum
fram á kvöld. Gaf þó frí í rökkrinu til útiveru ef veður leyfði, annars
var þreyttur hugarreikningur, sagðar þjóðsögur og ævintýri, og bornar
upp gátur til úrlausnar.
Námstíminn í senn var 4-8 vikur, kannski numið meira en á heilum
vetri nú en námsefnið var fábreyttara. Þó svona mikið væri á börnin
lagt, bar ekki á námsleiða, því námstíminn var stuttur.
Hann var áhugasamur og verkígjarn eins og sagt var um Skalla-
grím, en vegna fötlunar sinnar gat hann vart unnið nema í sæti sínu
eða á hnjánum, en þannig þakti hann túnasléttur, hlóð veggi ef hon-
um var rétt hleðsluefnið; steinarnir, strengirnir eða hnausarnir. Hann
reyndi að ganga að slætti og þótti það skemmtilegasta verkið því
honum flugbeit, en sá var annmarki á því að sláttulandið varð að vera
vel slétt. Og ekki gat hann staðið við að brýna, varð hann þá að fleygja
sér niður og brýna liggjandi, þó á votlendi væri. Hann reyndi að saxa
hey úr görðum, en gat ekki reist föngin upp eða borið þau í sæti.
Vetrarvinnan var honum hægari, hann leysti hey úr tóftum og lét í
meisa, tætti ull og vann úr hrosshári reiptögl og gjarðir, prjónaði úr
bandi sokka og vettlinga. Raulaði þá jafnan fyrir munni sér eða kvað
rímur. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir kjörum sínum. Til þess mun
hann hafa verið of stoltur, vitað sem var að ekki yrði úr bætt. Átti líka
því láni að fagna að dvelja langdvölum hjá góðu fólki, sem ætlaði
honum ekki meiri vinnu en hann orkaði.
Eina skepnu átti hann, sem honum þótti mjög vænt um, var það
sótrauð hryssa, þægilega viljug, traust og fótviss og svo ferðmikil og
föst á skeiði að frábært má telja. Henni reið hann á milli kunningj-