Húnavaka - 01.05.1984, Page 131
HUNAVAKA
129
þætti það mjög æskilegt, að aðalpóstleiðin lægi um sveit þeirra. En
það eru ekki aðeins allflestir sýslubúar, sem eru þeirrar skoðunar, að
best eigi við í alla staði, að póstleiðin liggi um Blönduós, heldur og
margir merkir utanhéraðsmenn, sem gagnkunnir eru hér í sýslu; og
ástæðurnar fyrir því eru fyrst og fremst, að vegurinn er svo góður á
þeirri leið, að það yrði margfalt minni kostnaður, að gjöra hann að
góðri póstleið, heldur en hina fyrrnefndu syðri leið. I öðru lagi er
skammt frá Blönduósi eitthvert hið ágætasta brúarstæði á Blöndu,
sem til er. I þriðja lagi virðist það eiga vel við, að póstleiðin liggi um
Blönduós, þar sem hann er hinn fjölfarnasti staður sýslunnar, og má
með réttu nefnast miðdepill hennar, að því er snertir samgöngur og
viðskipti sýslubúa. Margt er það fleira, sem mælir með því, að
Blönduósleiðin verði aðalpóstleið, og þar sem vegalengdarmunur er
næsta lítill á henni og hinni fremri leið, búast menn við æskilegum
úrslitum í þessu máli, samkvæmum tillögum sýslunefndarinnar,
einkum þar sem landshöfðingi vor hefur nú sjálfur séð þessar um-
ræddu leiðir, og þarf ekki að byggja það á sögusögn vegfræðingsins né
annara, hvað muni kostnaðarminnst og sýslubúum hagfelldast í þessu
tilliti.“
Heimildir: Eins og áður segir Isafold.
Aðalpóstleiðin í Húnavatnssýslu
Sú langvinna og þráteflda þræta er nú á enda kljáð með úrskurði
landshöfðingja 3. þessa mánaðar, samkvæmt vegalögunum frá 1887,
þess efnis, að aðalpóstleið þessi skuli frá Stóru-Giljá liggja um
Blönduós og síðan fram Langadal að Bólstaðarhlíð, fram Svartárdal
og norður Vatnsskarðsveg að sýslumótum Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslna.
Heimild: fsafold, laugardaginn 26. marz 1892.
Vegagjörð í Húnavatnssýslu
Aðallandssjóðsvegagjörðin í sumar sem leið, 1891, fór fram á
nokkrum köflum aðalpóstleiðarinnar milli Miðfjarðarár og Stóru-
Giljár í Húnavatnssýslu, og var verkstjóri Páll Jónsson vegfræðingur,
9