Húnavaka - 01.05.1984, Side 132
130
HUNAVAKA
er verið hefur nokkur ár í Norvegi að fullnuma sig í vegagjörð, bæði
bóklega og verklega. Var byrjað á vinnunni í miðjum júní og haldið
áfram til septemberloka. Mannaflinn var 27 að tölu lengst af, að
verkstjóra meðtöldum, sem gekk til vinnu eins og aðrir. I vinnunni
voru og hafðir 8 hestar og 4 kerrur.
Á Miðfjarðarhálsi var langmest unnið; lagður þar nýr vegur 3,400
faðma, frá Káradalslæk (suður frá Sporði) vestur um Sellæk, er fellur í
Miðfjarðarvatn. Það kvað vera mjög vandaður og vel gerður vagn-
vegur, og halli hvergi meiri en 1:15, og það aðeins á einum stað.
Þar að auki var gert við eða lagaðir smáspottar á 4-5 stöðum á
téðum vegi, svo sem 25 faðma spotti nýr norðanvert við Dalsá í
Víðidal; 174 faðma löng brú fyrir vestan Gröf i Víðidal umbætt, gerð 6
álna breið og ræsi gerð næg í gegn um hana og borið ofan í; gert við
brú fyrir sunnan Hólabak; loks gert mikið við veginn frá Skriðuvaði út
fyrir neðan Brekkukot í Sveinsstaðahreppi, meira en 2300 faðma,
einkanlega á Axlarbölum, 300 faðma löngum kafla, gert mikið við
tvær langar brýr þar.
Heimildir: Isafold, laugardaginn 5. desember 1891.
■K*
KEIMLlKT PUNTSTRÁI
Margar stórlygasögur eru hafðar eftir Jóhannesi, sem átti heima á Steinnýjar-
stöðum í Húnavatnssýslu um miðja nítjándu öld.
Einn góðan veðurdag var Jóhannes að þurrka hey og sætti um daginn. Um kvöldið
gerði ákaflega mikið rok, og bar Jóhannes þá grjót og spýtur í bólstrana, til þess að þeir
skyldu ekki fjúka. Því næst fór hann að sofa. Þegar hann kom á fætur næsta morgun,
var allt heyið horfið, og sá Jóhannes ekki eitt strá af því. Hann fór nú að hyggja að
fokdreifum, en sá ekkert þess háttar. Þegar hann hafði leitað lengi, rakst hann á heyið
skammt frá Hofi, var það þar með sömu ummerkjum og það hafði verið um kvöldið,
og höfðu hvorki spýturnar né grjótið haggast hið minnsta. Jóhannes hélt nú heimleiðis
aftur og gekk álútur, því að alltaf hélst stormurinn. Hann varð þá þess var, að eitthvað
fauk fram hjá nefinu á honum, og virtist honum það helst vera keimlíkt puntstrái.
Jóhannesi varð litið aftur fyrir sig, og sá hann, að þar lá átján álna langur þerriás,
hafði hann lent á nefinu á Jóhannesi og brotnað í sundur í tvennt, en Jóhannes sakaði
ekki.
Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar.