Húnavaka - 01.05.1984, Page 139
HUNAVAKA
137
langskólanám að baki. Samt var svið hans vítt og menntun djúp-
stæðari en títt var um bændur af hans kynslóð.
Halldór festi kaup á jörðinni Leysingjastöðum vorið 1932 og bjó þar
fyrst í þrjú ár. Mun kreppan og verðfallið, sem þá reið yfir, hafa reynst
honum þungt í skauti, svo hann leigði jörðina, en átti þó lögheimili
þar alla tíð síðan. Næstu árin stundaði hann ýmsa vinnu, mest innan
héraðs. M.a. vann hann mikið að plægingum og öðrum ræktunar-
framkvæmdum í héraðinu með hestum sínum og hestaverkfærum.
Hann var alla tíð ræktunarmaður. Hann vissi að ræktun er undirstaða
hagsældar í landbúnaði, og hann skildi eftir sig mikið starf á þeim
vettvangi, bæði í framkvæmdum og á sviði félagsmála.
Vorið 1947 hóf Halldór að nýju búskap á Leysingjastöðum og átti
þar heimili sitt til dauðadags. Hann reyndist forsjáll og fram-
kvæmdasamur búhöldur og breytti jörðinni á skömmum tíma í stór-
býli, sem hún raunar hafði alla kosti til eftir að stórvirkar vélar komu
til sögu. Á örfáum árum byggði hann upp öll hús jarðarinnar með
myndarbrag og eftir ákveðnu skipulagi. Ræktunarframkvæmdir voru
og stórstígar, svo sem víðlend og vel gerð tún bera vitni um. Hann
hugsaði vel um allar skepnur, bæði í umhirðu og fóðrun, og var búinn
sérstakri alúð og kunnáttu til dýralækninga, sem kom sér vel meðan
dýralæknar voru ekki í hverju héraði. Fór hann margar ferðir til
hjálpar málleysingjum, þegar eitthvað var að, oftast með góðum ár-
angri, sem hann leit á sem ánægjuleg verklaun. Hann rak búskap á
Leysingjastöðum til ársins 1973, síðustu þrettán árin á móti Jónasi,
syni sínum, sem þá var orðinn eigandi að hálfri jörðinni og hafði reist
þar annað íbúðarhús. Haustið 1973, eftir fráfall Jónasar, keypti bróð-
ursonur Halldórs, Hreinn Magnússon frá Brekku, hálfa jörðina ásamt
áhöfn og hefur búið þar síðan.
Halldór hóf störf að félagsmálum í ungmennafélögunum, var aðal-
forgöngumaður að stofnun Ungmennafélags Þingbúa 1935 og fyrsti
formaður þess, einnig formaður Ungmennasambands Austur-Hún-
vetninga um skeið. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps í
tólf ár og gegndi ýmsum fleiri störfum fyrir sveit sína. Var formaður
búnaðarfélagsins í þrjá áratugi, formaður nautgriparæktarfélagsins og
eftirlitsmaður þess um skeið, formaður sjúkrasamlagsins og formaður
lestrarfélagsins í tuttugu ár. Hann sat um langt skeið flesta fulltrúa-
fundi í félagsmálum bænda í héraðinu, átti sæti í stjórn Kaupfélags
Húnvetninga í tólf ár, einnig var hann í mörg ár fulltrúi á aðalfundum