Húnavaka - 01.05.1984, Page 140
138
HÚNAVAKA
Stéttarsambands bænda. Hann hafði mikil afskipti af veiðimálum,
var í fjölda ára í stjórn Veiðifélags Víðidalsár, fulltrúi á fundum
Landssambands veiðifélaga frá stofnun 1958 og í stjórn þess í átta ár.
Fyrir störf sín að búnaðarmálum var hann kjörinn heiðursfélagi Bún-
aðarsambands Austur-Húnvetninga 1978.
Hann starfaði mikið í samtökum sjálfstæðismanna, bæði í héraði og
fyrir kjördæmið í heild. Hann var m.a. í mörg ár formaður kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, einnig í
blaðstjórn Norðanfara og ritstjóri hans um skeið. Hann átti sæti í
stjórn sjálfstæðisfélagsins Varðar í átta ár, þar af formaður í fjögur ár.
Halldór var tíðast oddviti sjálfstæðismanna í ýmsum greinum félags-
mála í héraðinu á því tímabili, sem hans naut mest við.
Halldór var maður málsnjall í ræðu og riti. Honum var létt um að
lýsa skoðunum sínum í fáum meitluðum setningum. Kom þar glöggt
fram skörp greind, yfirsýn og margvísleg þekking. Hann hafði
ákveðnar skoðanir og sótti mál sín fast, þegar í odda skarst, en reyndi
þó tíðast að laða menn til sátta um sameiginlega niðurstöðu. Var
honum það einkar lagið, enda naut hann þar hygginda sinna, reynslu
og góðvilja í ríkum mæli. Öll störf sín á sviði félagsmála rækti hann af
kostgæfni og reglusemi, svo að sómi var að. Hann var þrautreyndur
forystumaður í félagsmálum, sem mjög bar fyrir brjósti hagsmuni
landbúnaðarins, héraðsins og sveitar sinnar. Hann átti metnað fyrir
hönd héraðs síns og unni því mjög.
Þann 23. júní 1938 kvæntist Halldór eftirlifandi konu sinni, Okta-
víu Jónasdóttur Bergmann frá Marðarnúpi í Vatnsdal, frábærri konu
að dugnaði og mannkostum. Eftir að þau hjónin hófu búskap á Leys-
ingjastöðum var að heita mátti hvert verk hennar vígt hagsæld heim-
ilisins, fjölskyldunnar og búsins. Halldór stóð því ekki einn, enda
vannst þeim vel. Þau hjónin eignuðust einn son, Jónas, bónda á
Leysingjastöðum, sem fórst af slysförum sumarið 1973, 37 ára að aldri.
Jónas var mikill mannkostamaður, sem sjónarsviptir var að og því
öllum harmdauði. Fráfall sonar síns í blóma lífsins báru þau Leys-
ingjastaðahjón með stakri hetjulund. Það var huggun harmi gegn, að
Jónas hafði eignast fjögur börn með konu sinni, Ingibjörgu Baldurs-
dóttur frá Hólabaki. Eru þau nú uppkomin og hið mannvænlegasta
greindar- og dugnaðarfólk, sem þau eiga kyn til. Börn áttu jafnan
góðu að mæta á heimili þeirra Leysingjastaðahjóna og dvöldust þar
allmörg lengri eða skemmri tíma. Tvö urðu fósturbörn, þau Ásta
i