Húnavaka - 01.05.1984, Side 144
142
HUNAVAKA
Samsumars sigldi hann til Hafnar og tók að lesa læknisfræði við Há-
skólann og hlaut Garðsvist. Ég efa ekki að Lárusi hafi fallið námið vel
og þótt efnilegur, en hann var nokkur gleðimaður í hópi ungra sveina og
tók þátt í félagsskap þeirra af lífi og sál. Þegar Garðsstyrkurinn var úti
eftir fjögur ár, hófust erfið ár, því að árið 1920 var dýrtíðin í hámarki.
Leituðu námsmenn þá til Þýskalands vegna þess hversu markið stóð
lágt. Þangað fór Lárus, en minna varð úr námi en ætlað var, því
peningamál eru oft hverful og svo reyndist um markið. Var nú þrotinn
hans farareyrir og hélt Lárus til Frakklands að afla sér skotsilfurs. Gaf
hann sig til sjós. Var hann níu mánuði í siglingum á Miðjarðarhafinu
og starfaði sem kyndari. — Sýnir þetta að Lárus var hraustur vel og
sagði hann oft frá þessum sjóferðum sínum um hið dimmbláa Mið-
jarðarhaf. Voru það mörg æfintýri í skógarlundum fríðum. 1 þessari
Frakklandsdvöl sinni varð hann heilsutæpur og má vera að hann hafi
ofreynt sig eða eigi þolað loftslagið.
Lárus hélt nú heim til fósturjarðarinnar, allt til foldar feðra sinna í
Húnaþingi. — Var honum vel fagnað af foreldrum sínum og systkin-
um. Dvaldi hann í Haga um eins árs bil og náði fullri heilsu. Hvíld og
kostarík íslensk fæða, samfara hóflegri vinnu mun hafa orkað miklu á
heilsu hans. Tók hann nú til við læknisnámið við Háskóla Islands og
lauk prófi 1926. Sigldi þá til Hafnar og stundaði framhaldsnám í
læknislistinni. Dvaldi hann tvö ár ytra og þjónaði sem kandídat
einkum á geðveikraspítölum. Er hann kom heim til íslands var hann
settur til að þjóna Hornafjarðarhéraði, frá desember 1929.
Lárus kvæntist 7. september 1929 Arnheiði Þóru Árnadóttur frá
Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún var áður gefin Vilhjálmi Birni Þor-
valdssyni, kaupmanni hinum auðga af Skaganum, sem nú var and-
aður. Var þetta dugmikil gáfukona.
Lárus undi sér vel á Höfn í Hornafirði, þar var rólegt mannlíf fjarri
skarkala heimsins og freistingum hans. Fólkið gott og gáfað, vel að sér,
ósvikin íslensk bændamenning. Heimsmenning Reykjavíkur hafði
ekki náð þangað.
Ríkisstjórn landsins átti eigi náðuga daga um þessar mundir. Mikill
gangur var á stjórnarskútunni, eigi slegið af, þótt á móti blési, því
hugprúð var sú stjórn sem við stjórnvölinn stóð. Þegar eitt af gjörn-
ingaveðrunum, sem mæddi á stjórnarfleyinu var gengið niður, var
eitt af höfuðbólum læknislistar á fslandi — Kleppur — laust til
ábúðar. Þá var ekki runnin upp öld sérfræðinga í læknisfræði og fátt