Húnavaka - 01.05.1984, Page 145
HUNAVAKA
143
um þá hér á landi. Mátti segja að Lárus væri kallaður suður af stjórn
landsins. Það kom honum óvænt. Lárus hafði unað vel hag sínum í
Hornafirði. Var hann nú ráðinn yfirlæknir á Nýja-Kleppi frá 13. maí
1930 til 9. desember 1932. Verður eigi sagt að Lárus læknir kæmi til
þessa embættis undir Ijúfum lögum. Mun Lárusi um þessar mundir
hafa verið vikið úr Læknafélagi íslands. Þá var sífellt verið að skrifa í
blöðunum um Kleppsmálið og síðan kom út bók um það. Vilmundur
Jónsson landlæknir var hógvær í skrifum sínum um þessa hluti. Hann
lætur Lárus njóta sannmælis um gáfur. Segir hann upplýstan og vel
vitiborinn mann og skynsaman lækni. Landlæknir mun hafa áminnt
Lárus um reglusemi, en vínhneigð var hans veika hlið. Fáum dögum
áður en ráðningartími Lárusar var úti, réð Jónas Jónsson dómsmála-
ráðherra hann tvö ár áfram. — Síðar urðu veðrabrigði. Nýr ráðherra
tók við og veitti Lárusi lausn frá embætti, en leiddi dr. Helga
Tómasson fyrrverandi yfirlækni til síns fyrra öndvegis við Klepps-
spítalann og hét honum fullum sæmdum. Sat dr. Helgi þar síðan í
náðum, vel virtur af öllum, uns dagar hans voru uppi.
Það má ætla að þessi yfirlæknisstaða Lárusar hafi eigi ávallt verið
honum neinn sælutími og stundum tekið nokkuð á hann. — Hann var
í rauninni viðkvæmur maður hið innra og hefur sjálfsagt stundum
fundið til vanmáttar síns og veikleika, þó skapmikill væri og fullhugi.
Aldrei minntist hann á störf sín né dvöl á Kleppi við mig. En jafnan
hafði hann mikla virðingu á Vilmundi landlækni og vildi standa í
skilum með skýrslugerðir til hans.
Lárus settist nú að á Siglufirði sem „praktiserandi“ læknir. Var þá
mikil vöntun á læknum, svo landlæknir fékk því til vegar komið að
embætti fjórðungslækna var stofnað er leysa skyldi af héraðslækna.
Sótti Lárus um þetta embætti norðanlands og var veitt það með
aðsetri á Sauðárkróki. — Lárus var nú orðinn embættislæknir að nýju,
í fullu starfi, og vegnaði vel.
Stofnaði Lárus til heimilis í annað sinn, um þetta leyti. Þau Arn-
heiður Þóra Árnadóttir höfðu slitið hjúskap 1933, en á Reykjavíkur-
árum sínum fæddist Lárusi sonur 31. ágúst 1933, Theódór, sem er
búsettur í Reykjavík. Var móðir hans Elinborg Brynjólfsdóttir frá
Litladal í Svinavatnshreppi. Hún var kona vel gefin og hafði verið
matráðskona á Kleppi.
Sú kona sem Lárus gekk að eiga 13. nóvember 1947 var Elsa María
Axelsdóttir Schiöth frá Akureyri. Hún var ekkja Magnúsar Blöndal á