Húnavaka - 01.05.1984, Side 146
144
HUNAVAKA
Siglufirði. Elsa var vel menntuð, spilaði vel á píanó og var dáð fyrir
fegurð, þegar á unga aldri. Var heimili þeirra Elsu vistlegt og
skemmtilegt og vegnaði þeim í margan máta vel og mátti segja að þau
héldust í hendur í blíðu og stríðu. Árið 1955 var Lárusi veitt Höfða-
hérað á Skagaströnd. Gegndi hann líka apótekarastarfi. Gekk nú upp
hagur hans og eignaðist hann hús.
Elsa kona Lárusar lést eftir nokkra vanheilsu 14. júlí 1967. Syrgði
Lárus hana mjög því hún hafði reynst honum góður lífsförunautur.
Fór þá að losna um Lárus á Norðurlandi, sagði hann starfi sínu lausu,
flutti til Reykjavíkur og dvaldi þar við sæmilega heilsu. Gekk hann
í hjónaband 9. júlí 1972, með Helgu Vilhjálmsdóttur Schröder frá
Görðum í Höfnum. Þetta var einnig hennar þriðja hjónaband. Hafði
hún verið kaupkona, dugleg og vel gefin. Voru hjónaefnin komin af
léttasta skeiði, hann 76 ára en hún 80 ára. Meðan heilsa leyfði bjuggu
þau saman og undu sér vel um árabil. Er heilsu Lárusar tók mjög að
hraka fór hann á Elliheimilið Grund, en hún i íbúðir aldraðra að
Furugerði 7. Síðast fór hún að Grund og andaðist þar 11. desember
1982.
Sé litið yfir æfi Lárusar Jónssonar er hún viðburðarík, enda mað-
urinn stórbrotinn í margan máta, en ekki að öllu hamingjumaður.
Þetta mun Lárus hafa fundið sjálfur, þó hann hefði það ekki uppi í
orði. En því mæli ég svo, að þegar ég varð 25 ára stúdent, hitti ég hann
fyrir utan norðurstafn Menntaskólans, eftir skólaslit. Var hann þá
mjög klökkur og vot hans brá. Innti ég hann því eftir, þvi setti svona að
honum. Hann mælti: „Eg er 42 ára stúdent og er að harma mín horfnu
tækifæri.“
Lárus var daglega hógvær í framgöngu, frekar fámáll og skynsam-
legt hans tal. Maðurinn var velviljaður og eigi öfundsjúkur, heldur lét
menn njóta sannmælis.
Alla tíð var Lárus talinn góður læknir af alþýðu manna, mikill
meðalalæknir og einkar sjúkdómaglöggur.
Hann var jarðsettur í Fossvogskirkjugarði á sólbjörtum sumardegi,
11. júlí 1983, við hlið Elsu konu sinnar.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.