Húnavaka - 01.05.1984, Page 148
146
HUNAVAKA
um Jónas Jónsson er lengi bjó í Finnstungu. „Hann var söngmaður
góður eins og Tryggvi sonur hans, er þar býr nú.“ Hér er talað um afa
og föður Jónasar Tryggvasonar. Auk þess að fá tónlistargáfuna í ríkum
mæli, var Jónas vel skáldmæltur.
Snemma mun óvenju góðum gáfum hans hafa verið veitt athygli.
Að sögn kennara hans veittist honum barnaskólanámið leikandi létt,
en þá fór að draga ský fyrir sólu. Hann fór að missa sjónina þegar hann
var á fermingaraldri. Sárt hefur það verið fyrir gáfaðan og námfúsan
ungling að þurfa að hætta því skólanámi, sem hugur hans hneigðist
að. Og sjónleysið ágerðist. Hann fór til Reykjavíkur og lærði á orgel
um tíma, en varð að hætta því sökum sjóndeprunnar. Hann var
þrekmikill og lét ekki bugast. Hver og einn getur reynt að gera sér í
hugarlund hvílíkt átak hefur til þess þurft að komast heill og óbugaður
út úr eldrauninni. Það tókst honum með aðstoð foreldra og systkina.
Hann stundaði öll venjuleg sveitastörf, fann hugsvölun í tónlistinni og
orkti ljóð. I þeim er hvergi vol eða víl að finna, þó stundum gæti
nokkurrar alvöru. Mörg ljóða hans eru óður til lífsins og gleðinnar og
rímið lék honum á tungu. Nokkurs trega og jafnvel kvíða gætir endr-
um og eins, t.d. í hinu undurfagra ljóði „Nú hnígur sólin“ sem hefst
þannig: , ,
Nu hnigur solin og sumrinu hallar,
þess söngur hljóðnar og deyr.
Drifhvítir svanir suður til heiða
svífa nú aldrei meir.
Þeir byggðu sér hús bræðurnir Jónas og Jón og nefndu það Ártún.
Þar hófu þeir búskap og stundaði Jónas burstagerð samhliða bústörf-
unum. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum í sveitinni sinni og starf-
aði af lífi og sál í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Jónas byggði hús á Blönduósi og fluttist þangað árið 1958. Húsið
var stórt og rúmgott. Þar kom hann sér upp góðri vinnustofu, stundaði
þar burstagerð og seinna húsgagnabólstrun og verslun. Hann gerði
upp gömul og slitin húsgögn, svo þau urðu sem ný. Handverkin hans
sjást á mörgum heimilum á Blönduósi og víðar í sýslunni.
Á Blönduósi kynntist Jónas ungri konu og ágætri, Þorbjörgu Berg-
þórsdóttur frá Fljótstungu í Borgarfirði. Hún var kennari við Barna-
skólann á Blönduósi. Þau felldu hugi saman og voru gefin saman í
hjónaband 3. maí 1962. Mikil hamingja hlotnaðist þeim. Þau komu
sér upp góðu og notalegu heimili í húsi Jónasar. Þar voru þjóðlegar