Húnavaka - 01.05.1984, Side 149
HUNAVAKA
147
venjur í heiðri hafðar og bækur, blóm, hljóðfæri og handunnir munir
settu hlýlegan svip á heimilið. Þau gerðu vinalegan garð við húsið með
matjurtum, blómum og trjám. Garðurinn varð með tímanum friðsæll
reitur þar sem þau gátu setið stund og stund, þegar hlé varð á önnum,
notið sólar og rætt við gesti sína.
Meðfram hellunni framan við búðardyrnar gróðursetti Þorbjörg
bláklukku, rauðsmára, fjólu og fleiri íslenskar blómjurtir. Þrestir
vöppuðu milli runnanna og gerðu sér hreiður í trjám.
Oft var gestkvæmt hjá Þorbjörgu og Jónasi því bæði voru þau
gestrisin mjög. Tíminn leið fljótt við skemmtilegar samræður. Þau
unnu bæði fögrum listum, bókum og náttúru íslands. Bæði voru þau
félagslynd og unnu mikið að framkvæmd margra góðra mála. Jónas
var einlægur samvinnumaður, hafði ungur hrifist af hugsjón sam-
vinnuhreyfingarinnar. í mörg ár var hann í hreppsnefnd Blönduós-
hrepps. Hann var ræðumaður góður, hafði gott vald á málinu og
framsögn skýr. A mannamótum hélt hann oft góðar ræður, fór með
ljóð eða stjórnaði söng. Þegar Jónas var með í skemmtiferðum, hélt
hann uppi gleðskap og varpaði fram stökum, sem hann átti afar létt
með. Hann var mjög fróður um sveitir, bæi og sögu þeirra. Hann hafði
alla tíð brennandi áhuga á öllu, sem fram fór í samfélaginu og lagði
þeim lið, sem störfuðu að góðum málefnum, enda voru félagsmálin
honum ætíð ofarlega í huga. Hann gekkst fyrir stofnun Tónlistarfélags
A.-Húnvetninga og var formaður þess meðan hann lifði. Var tilgang-
ur félagsins sá að vekja áhuga fólksins á góðri tónlist, gangast fyrir
tónleikum listamanna, og stuðla að góðum tónlistarsmekk. í þessum
umsvifum naut Jónas aðstoðar Jóns bróður síns. Félagsgjöld voru
mjög lág og reynt var að ná til allra sveita í sýslunni. Félagsmönnum
var boðið á tónleika einu sinni til tvisvar á ári. Hefur þetta gefist vel og
áhugi farið vaxandi.
Þegar Tónlistarfélagið var komið vel á legg, hófst Jónas handa um
stofnun tónlistarskóla. Var hann stofnaður árið 1970. Hægt var farið
af stað og óvíst, fyrstu árin, um framgang þessa mikilvæga máls, en
Jónas fann alltaf ráð til að efla hinn veika gróður. Skólinn komst upp
og er nú á fjórtánda ári. Hann hefur alltaf verið vel sóttur. Jónas var í
mörg ár gjaldkeri skólans. Hann var með ólíkindum fljótur að reikna i
huganum og skeikaði ekki.
Tónlistin var ríkur'þáttur í lífi hans. Þar leitaði hann jafnan hvíldar
og hugsvölunar, skáldið og náttúruunnandinn. Hann samdi sönglög,