Húnavaka - 01.05.1984, Page 150
148
HÚNAVAKA
sem oft heyrast sungin. Hann stjórnaði Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps í nokkur ár, kenndi söng i Barnaskólanum á Blönduósi og lék
undir og stjórnaði almennum söng á mannamótum. í mörg ár stjórn-
aði hann sönghópum, sem nokkrir af vinum hans skipuðu. Öll lögin
raddsetti Jónas og lék undir þegar sungið var. Voru Jónas og félagar og
síðar Lionskórinn eins og þeir voru kallaðir, oft fengnir til að syngja við
góðar undirtektir á skemmtisamkomum á Blönduósi og víðar. Þetta
starf var Jónasi og félögum hans mikill gleðigjafi. Æfingar voru alltaf
heima hjá Jónasi og Þorbjörgu. Þar ríkti glaðværð og góður andi.
Organisti var Jónas við guðsþjónustur í Héraðshælinu á Blönduósi
og fórst það vel úr hendi, eins og annað sem hann gerði, því allt lék í
höndum hans.
Jónas var trúmaður, þó að hann talaði um það fátt. Mildi og mýkt
sálarinnar varðveitti hann til hinstu stundar, það einkenndi dagfar
hans allt. Hann virtist sjá alla hluti með innri augum. Hann átti meiri
víðsýni og bjartsýni en margur með líkamlega sjón óskerta. Allir
töluðu i návist hans sem hann sjáandi væri, það vildi hann sjálfur.
Enga meðaumkun, það átti einfaldlega ekki við. Hann var alltaf
skemmtilegur í viðræðum og góðlátleg glettni og stundum hárfín
kímni gerði öllum glatt í geði. Ríka samúð hafði hann með öllum, sem
þjáðust. Að missa sjónina ungur var óskaplegt áfall, en annað átti
hann eftir að þola. Hún Þorbjörg konan hans var burt kölluð óvænt og
skyndilega. Nokkur hópur söngfólks úr kirkjukórum Blönduóss og
nágrannasveita var samankominn til þess að eiga ánægjulegt söng-
kvöld. Jónas og Þorbjörg voru þar heiðursgestir ásamt þjálfara kór-
anna. Er þau voru nýkomin hneig Þorbjörg niður fyrirvaralaust. Hún
steig aldrei í fæturna eftir það. Getur nokkurt okkar sem þarna var
gleymt sálarstyrk og æðruleysi Jónasar Tryggvasonar. Hann sat beinn
í baki og hélt um staf sinn — fast, svo hnúarnir hvitnuðu, og beið þess
er verða vildi. Rödd hans skalf lítið eitt og vitnaði um innri baráttu.
Daginn eftir er Þorbjörg var komin á sjúkrahús í Reykjavík, var rödd
hans í fullkomnu jafnvægi. Hann var reiðubúinn að mæta því, sem að
höndum bæri. Eftir nokkrar vikur var Þorbjörg liðin. Hún lést á
Héraðshælinu á Blönduósi 7. maí 1981. Hann gerði útför hennar
veglega og safnaði um sig ættingjum og vinum, miklu fjölmenni.
Jónas hafði fyrir nokkrum árum, háð harða baráttu við erfiðan
sjúkdóm og oft þurft að vera á sjúkrahúsum vegna þess. Um tíma leit
út fyrir að sjúkdómurinn væri yfirunninn. Jónas reyndi að sefa sorgina