Húnavaka - 01.05.1984, Page 155
Mannalát árið 1983
Sigurlaug Sigurjónsdóttir frá Steinnesi, andaðist 8. april á Heilsu-
verndarstöðinni í Reykjavík. Hún var fædd 5. apríl 1896 að Snær-
ingsstöðum í Svínadal, þar sem foreldrar hennar bjuggu þá, en þau
voru hjónin Sigurjón Hallgrímsson, er ætt-
aður var frá Meðalheimi á Ásum og Jakob-
ína Jakobsdóttir frá Fremri-Fitjum í Mið-
firði. Bar hún nafn Sigurlaugar Guðlaugs-
dóttur konu Hallgríms í Hvammi í Vatns-
dal, en Sigurjón faðir hennar og Hallgrímur
voru bræður.
Barn að aldri fluttist hún með foreldrum
sínum að Rútsstöðum í Svínadal, þar sem
þau bjuggu um eins árs skeið. Síðar flytja
þau að Mörk á Laxárdal og eru þar í tvö ár
og síðar að Meðalheimi, þar sem hún elst
upp ásamt þrem systkinum sínum, allt til fermingaraldurs. Árið 1910
flyst faðir hennar að Litla-Búrfelli og bregður búi þá um vorið.
Eftir það réðist Sigurlaug í vistir, fyrst að Eiðsstöðum til þeirra
hjóna Katrínar Guðnadóttur og Finnboga Stefánssonar, er síðar fluttu
að Brún í Svartárdal, en hjá þeim var hún um fjögurra ára skeið.
Þaðan fór hún að Víkum á Skaga til hjónanna Önnu Tómasdóttur og
Árna Guðmundssonar og var þar í nokkur ár. Árið 1920 réðist hún í
kaupavinnu að Snæringsstöðum í Svínadal, en þá um haustið fór hún
til Reykjavíkur og lærði þar saumaskap, er hún stundaði lengst af.
Þann 12. maí 1929 gekk hún að eiga Ármann Benediktsson frá
Hrafnabjörgum, er þá bjó í Steinnesi í Þingi, og hófu þar búskap þá
um vorið. Bjuggu þau allan sinn búskap í tvíbýli við sr. Þorstein B.
Gíslason, prófast og konu hans, Ólínu Benediktsdóttur, en hún var
mágkona Sigurlaugar. Þeim hjónum varð eigi barna auðið en tóku til