Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 157
HUNAVAKA
155
Árið 1938 sigldi hann til framhaldsnáms í Noregi, þar sem hann
starfaði fyrsta árið nemi við mjólkurbúið í bænum Löiten á
Heiðmörk, en ári síðar innritaðist hann á Mjólkurfræðiskóla norska
ríkisins í Þrándheimi og lauk þaðan námi að tveimur árum liðnum eða
í desember 1940. En óvæntir atburðir höfðu þá gerst, er Þjóðverjar
hernámu Noreg þann 9. maí 1940 og tafði það heimför hans til
íslands. Varð dvöl hans í Noregi því lengri en ella, þar sem hann
dvaldi þar næstu fimm árin, meðan síðari heimsstyrjöldin geisaði.
Stundaði hann nám og vann öll stríðsárin í Noregi. Haustið 1941
innritaðist hann í framhaldsnám í gerlafræði við Landbúnaðarhá-
skólann í Ási og var þar um eins árs skeið. Síðan starfaði hann m.a. við
mjólkurbúið í Alvdal í Austurdal.
Að styrjöldinni lokinni sumarið 1945 kom hann heim til fslands
ásamt 300 öðrum íslendingum. Sama árið réðist hann til starfa hjá
rannsóknarstofu Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík, þar sem hann
starfaði allt til ársins 1954, er hann tók við starfi mjólkurbússtjóra
Mjólkursamlags Húnvetninga á Blönduósi og starfaði þar til ársins
1982, er hann lét af störfum vegna aldurs.
Síðasta árið, sem hann lifði var hann starfsmaður samvinnufélag-
anna og hafði þá starfað hjá þeim nær 30 ár.
Þann 4. október 1947 kvæntist hann Ölmu fæddri Steinhaug
bóndadóttur frá Alvdal í Austurdal í Noregi og eignuðust þau þrjú
börn, en þau eru fda, meinatæknir, gift Ríkharði Kristjánssyni, verk-
fræðingi, en þau eru búsett í Hafnarfirði, Eva, hjúkrunarkona, gift
Jóhanni Aadnegard, trésmið, búsett í Gol í Noregi, og Bragi, versl-
unarmaður í Reykjavík, kvæntur Brynhildi Sigmarsdóttur, hár-
greiðslukonu, en þau eru búsett í Kópavogi.
Eins og áður er sagt helgaði Sveinn ævistarf sitt samvinnufélögun-
um. Þegar hann hóf starf sitt á Blönduósi við Mjólkursamlagið, aflaði
hann sér strax trausts og virðingar er hann naut til æviloka.
Hann var félagshyggjumaður, ötull og góður félagi, er ávallt var
reiðubúinn að leggja góðu málefni lið og vildi hvers manns vandræði
leysa. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Blönduóss og var
jafnan virkur og traustur félagi.
Hann var vinsæll maður og vinmargur. Hann bjó fjölskyldu sinni
hið fegursta heimili og bera híbýlin að Húnabraut 1, svo og hinn fagri
trjágarður umhverfis þau, vott um mikla snyrtimennsku og ást þeirra
hjóna á fögrum gróðri.
L