Húnavaka - 01.05.1984, Page 159
HÚNAVAKA
157
formaður framsóknarfélags sýslunnar og sat í miðstjórn Framsóknar-
flokksins.
Jóhannes var kjörinn heiðursfélagi Ungmennafélags Mýrahrepps
og Héraðssambands V-fsfirðinga.
Hann var fróður vel og víðlesinn. Vöktu erindi hans, er hann flutti í
útvarp á kvöldvökum athygli, þar ræddi hann um mannlíf og þjóð-
hætti frá uppvaxtarárum sínum vestra. Einnig reit hann í blöð og
timarit. Jóhannes var fyrir allmörgum árum sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf.
Eftir að Jóhannes brá búi dvaldi hann hjá bróðursyni sínum í
Neðri-Hjarðardal, er þá hafði tekið við búi. Jóhannes var ókvæntur
alla æfi og eignaðist eigi afkomendur.
Árið 1981, er aldur færðist yfir og þrek hans tók að þverra, fluttist
hann til Valgerðar bróðurdóttur sinnar og manns hennar Jökuls Sig-
tryggssonar á Blönduósi. Var það honum mikið átak, að flytja burt frá
átthögum sínum og frændaliði, svo hniginn að aldri. Á Blönduósi undi
hann hag sínum vel og eignaðist góða kunningja. Hann hélt allri sinni
andlegu reisn og kröftum til hinstu stundar.
Utför hans var gerð frá Mýrum í Dýrafirði 29. apríl 1983.
Guðmundur Jón Jónsson, starfsmaður Sölufélags Austur-Húnvetninga
lést 13. maí á heimili sínu á Blönduósi. Hann var fæddur 17. mars
1925 á Sölvabakka í Engihlíðarhreppi. Voru foreldrar hans, hjónin
Jón Guðmundsson, bóndi þar og Magdalena
Karlotta Jónsdóttir, en þau voru bæði hún-
vetnskrar ættar.
Guðmundur var annað barn foreldra
sinna, en þau voru sjö og eru tvö þeirra látin.
Hann ólst upp á Sölvabakka og vann fyrst
framan af að búi foreldra sinna eins og títt
var um unglinga á þeim árum. Árið 1947 fór
hann til Suðurnesja og réri þann vetur og þá
næstu í Sandgerði, alls sjö vertíðir. Að þeim
árum liðnum stundaði hann útróðra frá
Skagaströnd.
Þann 24. október 1953, gekk hann að eiga Ingibjörgu Jónsdóttur frá
Akri, Pálmasonar alþingismanns og þingforseta. Hófu þau búskap
sinn þá um haustið á Sölvabakka í sambýli við foreldra hans og bjuggu