Húnavaka - 01.05.1984, Page 162
160
HÚNAVAKA
Þau systkini voru þrjú, auk Jónínu tveir bræður, Guðmundur
Bergmann, síðar sjómaður á Hólmavik, er drukknaði á Steingrímsfirði
í janúar 1925 og Tómas Ragnar fyrrverandi fulltrúi við Kaupfélag
Húnvetninga á Blönduósi.
Árið 1916 fluttist fjölskylda hennar til
Blönduóss, þar sem Jónína gekk í barna-
skóla, en árið 1928 nam hún við Kvenna-
skólann á Blönduósi. Nokkru síðar lá leið
hennar til Reykjavíkur, þar sem hún var
sjúklingur um skeið á Landakotsspítala og
síðar starfsstúlka. Á þessum árum lá kaþólsk
hugsun í loftinu hér á landi. Halldór Kiljan
Laxness og skáldið Stefán frá Hvítadal höfðu
látið skírast til kaþólskrar trúar. Um þetta
leyti gekkst Jónína hinni kaþólsku trú á hönd
og hlaut skírn. Nokkru síðar ákvað hún, að helga líf sitt hinni heilögu
rómversk kaþólsku kirkju og gerast nunna. Árið 1933 fór hún utan til
Danmerkur og settist í klaustur. Þar dvaldi hún í nokkur ár, hinn
tilskylda reynslutíma og taldi sig hafa köllun til að gerast hjúkrunar-
nunna og hlaut nafnið systir Angela. Af ýmsum ástæðum vann hún
aldrei endanlegt klausturheit og gerðist þá danskur ríkisborgari, undir
nafninu Nanna Jónsson. Næstu árin stundaði hún ýmis störf, fyrst í
Álaborg og síðar í Kaupmannahöfn þar sem hún kynntist Jens Kudsk,
dönskum manni, er hún síðar giftist. Þeim hjónum varð eigi barna
auðið.
Þótt Jónína segði skilið við klausturlífið á sínum tíma, hélt hún
tryggð til hinstu stundar við trú sína og rækti helgar tíðir í kirkju sinni.
Árið 1950 á hinu helga ári kaþólsku kirkjunnar fór hún pílagrímsför
til Rómaborgar og hlaut blessun páfa.
Síðustu ár æfi sinnar dvaldi Jónína á dvalarheimili aldraðra í
Bagsværd, sem er ein af útborgum Kaupman'nahafnar.
Jónína var mikill Islendingur, er unni landi og þjóð. Dvaldi hugur
hennar tíðum á heimaslóðum. Stóð heimili hennar í Kaupmannahöfn
jafnan opið Islendingum og öðrum vinum hennar. Gladdist hún mest
er hún gat á einhvern hátt liðsinnt löndum sínum. Síðasta ósk hennar
var að verða lögð til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna á Blönduósi.
Aska hennar var jarðsett á Blönduósi 20. júlí 1983.