Húnavaka - 01.05.1984, Page 163
HUNAVAKA
161
Agúst Guðbjörn Jónsson, bifreiðarstjóri Blönduósi, andaðist 21. júlí i
Reykjavík. Hann var fæddur 27. september 1901 að Breiðabóli í
Skálavík í Norður-lsafjarðarsýslu. Voru foreldrar hans hjónin Jón
Jónsson, bóndi þar og Elisabet Guðmunds-
dóttir frá Bolungarvík.
Hann var elstur systkina er komust til
fullorðinsára og eru tvær hálfsystur hans á
lífi. Ágúst fluttist mjög ungur með móður
sinni að Tröð í Bolungarvík, þar sem hann
ólst upp hjá henni og stjúpa sínum Gísla
Jónssyni sjómanni. En níu ára að aldri flytst
hann að Hamri á Langadalsströnd til Há-
varðar Guðmundssonar bónda þar og konu
hans Sigríðar, þar sem hann dvaldi til 19 ára
aldurs.
Árið 1921 fluttist hann norður í Húnavatnssýslu og réðist í vinnu-
mennsku fyrst að Tindum í Svínavatnshreppi, en þar dvaldi hann um
skeið, og síðar að Stóru-Giljá til hinna merku bræðra Sigurðar og
Jóhannesar Erlendssona, og var þar i 8 ár. Á meðan Ágúst var á Hamri
vestra stundaði hann vetrarvertíðir frá Bolungarvík bæði á árabátum
og vélbátum.
Einnig réri hann nokkrar vetrarvertíðir frá Suðurnesjum eftir að
hann kom að Stóru-Giljá. Búskapurinn átti hug hans allan og hugðist
hann gera hann að ævistarfi sínu. Sem vinnumaður á Stóru-Giljá
hafði hann komið sér upp álitlegum fjárstofni, um 200 fjár, og má það
teljast nær einsdæmi. En málin skipuðust á annan veg en ætlað var.
Ágúst fékk enga jörð til ábúðar er honum líkaði og flutti til Blönduóss
vorið 1929 þar sem hann átti heimili sitt til dauðadags. Hafði hann
lært á bifreið tveim árum áður eða 1927, en þá voru bifreiðar farnar að
tíðkast í Húnaþingi og stundaði hann bifreiðaakstur lengst af ævi
sinnar eða samfellt í 55 ár. Var hann einn af fyrstu bifreiðarstjórum
norðanlands og var handhafi bifreiðaskírteinis nr. 2 í Húnaþingi.
Kenndi hann fjölmörgum Húnvetningum á bifreið á þessum árum.
Ágúst Jónsson var annar af tveimur mönnum, sem fyrst komust á
bíl yfir Holtavörðuheiði, hinn var Jónatan Þorsteinsson kaupmaður í
Reykjavík. Hann stundaði um árabil fólksflutninga frá Akureyri til
Borgarness, en þaðan voru farþegar fluttir sjóleiðis til Reykjavíkur.
Vorið 1941 er byggingaframkvæmdir og uppbygging Skaga-
n