Húnavaka - 01.05.1984, Page 164
162
HUNAVAKA
strandar stóðu sem hæst, hóf hann áætlunarferðir til Skagastrandar en
á þeirri leið hafði hann sérleyfi um 19 ára skeið. Einnig sá hann um
sjúkraflutninga fyrir Pál Kolka héraðslækni um árabil svo og um
farþegaflutninga og afgreiðslu fyrir Flugfélag fslands á meðan flug-
völlurinn var á Akri. Árið 1957 gerðist hann umboðsmaður Skeljungs
á Blönduósi og sá um olíudreifingu í Húnavatnssýslu og nærliggjandi
byggðarlög til dauðadags.
Ágúst var einn af stofnendum vörubílstjórafélagsins Neista og sat
um langt skeið í stjórn þess og var kjörinn þar heiðursfélagi 1981.
Hann sat í hreppsnefnd Blönduóshrepps í 8 ár. Var m.a. umsjónar-
maður samkomuhússins á Blönduósi um árabil og sá á fyrri árum um
út- og uppskipun á vörum á Blönduósi þegar flytja þurfti þær á
smábátum að og frá landi áður en hafnarinnar naut við.
Þann 12. janúar 1937 gekk hann að eiga Margréti Jónsdóttur frá
Akureyri og hefir hún reynst honum traustur förunautur. Áttu þau
heimili sitt að Blöndubyggð 4 á Blönduósi lengst af. Þau eignuðust
þrjú börn sem eru: Kristín, gift Val Snorrasyni, rafvirkja á Blönduósi,
Jakob, tæknifulltrúi í Reykjavík, kvæntur Auði Franklín og Sigurður
Jóhannes, rafveitustjóri á Sauðárkróki, en hann er kvæntur Önnu
Rósu Skarphéðinsdóttur.
Ágúst Jónsson var í mörgu minnisstæður persónuleiki, traustur og
góðviljaður. Hann hafði til að bera óvenjulega lífsgleði, er hann
miðlaði samborgurum sínum. Frásagnamaður var hann góður og hin
innri glóð gleðinnar entist honum til hinstu stundar. Hann var sjálf-
stæður í skoðunum og mat þýðingu starfsins öllu öðru fremur fyrir
velferð mannsins og andlegri líðan, og hann starfaði ótrauður, þrátt
fyrir háan aldur meðan dagur var.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 30. júlí 1983.
Jakobína Vermundsdóttir frá Holti, andaðist á Héraðshælinu á
Blönduósi, 16. ágúst. Hún var fædd 24. júní 1891, í Kollugerði á
Skagaströnd og var því 92 ára að aldri er hún lést. Foreldrar hennar
voru Vermundur Guðmundsson og Fovísa Hjálmarsdóttir frá Kald-
baksseli í Langadalsfjalli. Fyrstu ár ævi sinnar ólst hún upp með
foreldrum sínum og síðar með föður sínum og föðursystur, Sigurlaugu
Guðmundsdóttur, er gekk henni í móðurstað. Föður sinn missti hún í
mannskaðaveðrinu mikla 8. febrúar 1925, hinu svokallaða Halaveðri.
Hann varð úti á Hnjúkaflóa.