Húnavaka - 01.05.1984, Síða 165
H U N A V A K A
163
Á tímabilinu fram yfir siðustu aldamót svarf skortur og örbirgð að
mörgum íslendingum, eins og saga lands og þjóðar hermir. Svo mun
hafa verið á æskuheimili Jakobínu og fór hún þvi snemma að sjá sér
farborða eins og títt var um unglinga á þeim
tímum. Um fermingaraldur réðist hún að
Höskuldsstöðum á Skagaströnd til prests-
hjónanna sr. Jóns Pálssonar og konu hans frú
Margrétar Sigurðardóttur og dvaldi þar um
tveggja ára skeið. Taldi hún veru sina á
prestsheimilinu á Höskuldsstöðum hafa ver-
ið sér hinn besti skóli og minntist hún ætíð
þessara góðu húsbænda sinna með þakklæti
og virðingu.
Næstu árin var hún kaupakona m.a. á
Hjaltabakka og Geitaskarði, en haustið 1910
fór hún til Akureyrar, þar sem hún lærði karlmannafatasaum, og
dvaldi þar í þrjú ár. Vorið 1914 réðist hún, sem ráðskona að Holti á
Ásum til Guðmundar Guðmundssonar, er siðar átti eftir að verða
eiginmaður hennar. Þann 26. júní 1920 gengu þau i hjónaband, en
hann hafði 1913 hafið búskap á þriðja parti jarðarinnar og síðan 1922
á hálfri jörðinni. Bjuggu þau lengst af góðu búi á fögru býli i Holti,
þaðan sem vitt sér um Húnabyggðir. Var Guðmundur maður hennar
góður bóndi, ósérhlífinn og duglegur til allra verka. Studdi hún mann
sinn með ráðum og dáð, enda mikil búkona og ráðdeildarkona hin
mesta. Eignuðust þau hjón tvo sonu Ara, skrifstofumann hjá Skatt-
stofu Reykjavikur, en kona hans er Guðmunda Guðmundsdóttir frá
Eiríksstöðum og son er fæddist andvana. Einnig dvaldi i skjóli þeirra
sonarsonur þeirra, Guðmundur, en hann er kvæntur Ingu Birnu
Tryggvadóttur frá Hrappsstöðum í Viðidal. Þau eru búsett á
Blönduósi.
Árið 1944 brugðu þau hjón búi og fluttu til Blönduóss. Um margra
ára skeið vann Jakobína við þjónustustörf á Hótel Blönduósi hjá
Snorra Arnfinnssyni, en er aldur færðist yfir og heilsa og kraftar þurru,
fóru þau hjón vorið 1963 á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi, þar
sem hún dvaldi til dauðadags. Mann sinn missti hún 1977.
Með Jakobinu í Holti, er genginn góður fulltrúi þeirrar kynslóðar í
landi voru, er hófst til bjargálna upp úr sárum skorti og fátækt. Hún