Húnavaka - 01.05.1984, Page 166
164
HUNAVAKA
var glæsileg kona er hvarvetna var tekið eftir. Dugleg og búhyggin, trú
og dygg, og traustur vinur vina sinna.
Útför hennar var gerð frá Blönduóskirkju 20. ágúst 1983.
Sigríður Indriðadóttir, Blönduósi, andaðist 6. nóvember á Héraðs-
hælinu á Blönduósi.
Hún var fædd 16. apríl 1913 að Breiðabólstað i Þingi. Foreldrar
hennar voru Indriði Jósefsson og Margrét
Friðriksdóttir, er þá voru þar í húsmennsku.
Sigríður var næst yngst fimm systkina, sem
eru á lífi og eru bræður hennar Jósef og
Friðrik búsettir á Blönduósi, Kristín á
Skagaströnd og Ingibjörg á Selfossi.
Árið 1914 flutti fjölskylda hennar til
Blönduóss og ólst hún upp hjá foreldrum
sínum til 12 ára aldurs, er hún var tekin til
fósturs af Ágústu Jósefsdóttur föðursystur
hennar, og manni hennar Stefáni Þorkels-
syni, er bjuggu á Blönduósi. Eftir ferming-
araldur réðist hún sem þjónustustúlka m.a. á Hótel Blönduósi svo og
til Karls Helgasonar, póstmeistara. Um allmörg ár vann hún á
saumastofu Kaupfélags Húnvetninga Blönduósi. Árið 1956 hóf hún
störf á Héraðshælinu og var ein af fyrstu starfsmönnum þess. Þar
starfaði hún í nær 17 ár eða meðan heilsa og kraftar entust.
Árið 1972 fór hún sem vistmaður að Kristnesi við Eyjafjörð, þar sem
hún dvaldi um sex ára skeið. Vann hún þar einnig hluta starfs. Árið
1978 fluttist hún aftur til Blönduóss og átti heimili sitt hjá Friðrik
bróður sínum eða þar til 1. mars 1980 er hún flutti í íbúð í Hnit-
björgum, en þar átti hún heimili til æviloka. Hún átti við mikið
heilsuleysi að stríða síðustu ár æfi sinnar.
Sigríður var vel gefin og hafði óvenju góða kímnigáfu, sem þeir, er
hana þekktu munu lengi minnast. Hún var hannyrðakona góð svo orð
fór af og voru hannyrðir hennar vandaðar að allri gerð. Hún var
starfsöm og vinsæl meðal samstarfsfólks síns. En umfram allt var hún
ein af hinum hógværu í landinu og fáskiptin um annarra hag.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 12. nóvember 1983.