Húnavaka - 01.05.1984, Side 167
HUNAVAKA
165
Haraldur Hallgrímsson frá Tungunesi andaðist 9. desember á Hér-
aðshælinu á Blönduósi. Hann var fæddur 30. maí 1897 í Tungunesi.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Gíslason, ættaður af Vestfjörðum og
Elísabet Erlendsdóttir, Pálmasonar bónda í
Tungunesi.
Alsystkini hans voru þrjú. Erlendur og
Theódór, er bjuggu í Tungunesi, en þeir eru
báðir látnir og Ingibjörg, sem búsett er á
Sauðárkróki.
Hálfbræður hans voru tveir, Óskar
Magnússon, skólastjóri í Reykjavík, er lést
fyrir tveim árum og Þorleifur, er flutti ungur
til Ameriku.
Haraldur ólst upp í Tungunesi og vann
þar að búi á uppvaxtarárum sínum. Síðar
hóf hann búskap þar og vann jafnframt utan heimilis síns. Hann bjó
jafnan af myndarbrag og fór vel með skepnur sínar.
Vorið 1957 brá hann búi og flutti að Héðinshöfða á Blönduósi þar
sem hann átti heimili sitt til dauðadags. Vann hann alla algenga
verkamannavinnu meðan kraftar og heilsa leyfðu. Hann átti við mikla
vanheilsu að stríða mörg síðustu ár ævi sinnar. Haraldur taldi sig ætíð
barn sveitarinnar. Var hugur hans jafnan bundinn búskap og sveita-
lífi. Hann stóð föstum fótum í þeim jarðvegi, er hann var sprottinn úr,
trúnni á gæði jarðarinnar, þeirri trú, er vakir yfir stóru og smáu og
gefur öllu mátt til lífsins.
Haraldur í Tungunesi var drengur góður, hógvær i allri framkomu
og góðgjarn. Hann var maður traustur og dyggur.
Utför hans var gerð frá Svínavatni 19. desember 1983.
Ásmundur Bjarni Helgason, skipstjóri Eyri Skagaströnd, andaðist 30.
desember á Héraðshælinu á Blönduósi.
Hann var fæddur 30. nóvember 1903 á Eyri í ísafirði. Foreldrar
hans voru hjónin Helgi Guðmundsson bóndi þar og kona hans María
Elísabet Jónsdóttir. Nokkru upp úr aldamótum fluttu foreldrar hans
að Eyri í Skötufirði þar, sem Bjarni ólst upp. Hann var yngstur sjö
barna þeirra hjóna, en þau eru öll látin. Ungur að árum réðist hann í
skiprúm þar vestra, en sjómennskan átti eftir að verða ævistarf hans,