Húnavaka - 01.05.1984, Síða 168
166
HUNAVAKA
eins og margra ungra manna við Djúp bæði fyrr og síðar. Um langt
skeið réri Bjarni í verstöðvum við fsafjarðardjúp og kom þá þegar í ljós
harðfylgi hans og dugnaður til sjósókna.
Þann 4. september 1947 flutti hann til Skagastrandar og átti heimili
sitt á Eyri, Skagaströnd til æviloka. Þann 1. desember 1948 gekk hann
að eiga Lilju Brynhildi Ásmundsdóttur frá Ásbúðum á Skaga en þau
slitu samvistum árið 1969. Eignuðust þau
fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi, en þau
eru: Maria, sem búsett var á Hvolsvelli,
sambýlismaður hennar var Viðar Pálsson, en
hún er nýlátin. Helgi sjómaður í Vest-
mannaeyjum, kvæntur Sjöfn Ragnarsdótt-
ur, Skúli, sjómaður í Bolungarvík, kvæntur
Sjöfn Þórðardóttur, Kjartan, verkamaður
ókvæntur, búsettur á Skagaströnd, Birna
húsmóðir, heitbundin Níelsi Grímssyni, bú-
sett á Skagaströnd.
Eftir að Bjarni flutti til Skagastrandar,
gerði hann lengst af út vélbátinn Stíganda, sem hann var og formaður
á. Sótti hann jafnan sjóinn fast og voru störf hans farsæl og markviss.
Bjarni var jafnan bundinn ættarslóðum og unni Djúpinu og íbúum
þess mikið. Dvaldi hugur hans þar löngum og var það honum mikið
ánægjuefni að rifja upp gömul kynni sín af útvegsbændum og sjó-
sóknurum þar vestra.
Með Bjarna Helgasyni er genginn mikill atorku- og dugnaðar-
maður. Hann var tryggur vinur vina sinna og vinmargur.
Útför hans var gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 5. janúar 1984.
Síra Arni Sigurðsson.
Kristján Björn Jónasson lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 19. janúar
82ja ára að aldri. Hann var fæddur 1. september árið 1900 á Skaga-
strönd, sonur hjónanna Önnu Fritzdóttur Berndsen, kaupmanns og
verzlunarstjóra á Skagaströnd, og Jónasar Pálmasonar, Sigurðssonar,
bónda á Litla-Búrfelli og síðar á Yztagili i Langadal og konu hans,
Guðrúnar Bjargar Sveinsdóttur frá Yztagili.