Húnavaka - 01.05.1984, Qupperneq 169
HUNAVAKA
167
Foreldrar Kristjáns fluttu út í Kálfshamarsvík og þar missti Krist-
ján föður sinn, er hann var 6 ára að aldri. Systkinin voru fjögur talsins,
en af þeim létust tvö í frumbernsku og eitt um tvítugsaldur. Ólst
Kristján upp á Skagaströnd, fyrstu árin á
vegum móður sinnar, en síðar fluttist hann
alfarinn til Reykjavíkur, en heimagangur
var hann jafnan hjá afa sínum, Fritz Bernd-
sen, og móðursystur sinni, Maríu Berndsen
og fjölskyldu hennar. Fritz Berndsen hafði
komið ungur maður sem beykir til Skaga-
strandar en ílentist þar síðan og gerðist um-
svifamikill kaupmaður.
Ungur að árum varð Kristján að fara að
vinna fyrir sér við það, sem til féll og geta
leyfði, bæði við sjó og í sveit. Uppvaxtarárin
voru erfið og vinnuþrælkun mikil, en víða átti Kristján þó góðu atlæti
að mæta. Dvaldi hann á ýmsum stöðum í æsku, m.a. oft hjá Páli
bónda Finnssyni í Eyjarkoti, sem hann taldi ætíð einn sinn bezta
velgjörðarmann á lífsleiðinni.
Alla ævi var hann lausamaður, sem var kallað, vann þau störf, er til
féllu til sjávar og sveita, var m.a. á vertíðum bæði norðanlands og
sunnan, en oft í vegavinnu vor og sumar, vann þó jafnan hluta úr
sumri við heyskap og heyjaði handa sínum hestum, en hestamaður var
Kristján góður og snjall tamningamaður, og fékkst við að temja hesta
fram að sjötugsaldri. Marga vakra gæðinga eignaðist Kristján um
ævina, en einn bar þó af grár að lit, mjög fallegur gæðingur. Munu
margir eldri Húnvetningar minnast Kristjáns, þar sem hann sat
þennan glæsilega hest, stríðalinn og vel hirtan. Kristján Jónasson var
góður og áhugasamur verkmaður, árrisull að jafnaði og vann í skorp-
um, háði honum þó, að hann varð snemma gigtveikur og ekki heill
fyrir brjósti.
Seinni hluta ævinnar hafði Kristján sitt athvarf að mestu leyti á
Blönduósi, einkum hjá tveimur fjölskyldum, Einari Guðmundssyni
frystivélstjóra og konu hans Davíu, en síðar hjá Ágúst Jónssyni bif-
reiðarstjóra og konu hans, Margréti Jónsdóttur. Þótt Kristján ætti
samastað á Blönduósi, vann hann mikið úti í sveit, einkum i Sveins-
staðahreppi, en þar átti hann lögheimili mörg síðustu ár ævi sinnar,
fyrst í stað á Bjarnastöðum en síðan í Miðhúsum.