Húnavaka - 01.05.1984, Page 170
168
HUNAVAKA
Síðustu tíu árin var Kristján vistmaður á elliheimilinu á Blönduósi
og síðustu mánuðina dvaldi hann á sjúkradeild Héraðshælisins.
Kristján Jónasson var ókvæntur og barnlaus, en hann var maður
barngóður. Hann var nokkuð örgeðja og gat virzt hrjúfur á yfirborð-
inu, en allir, er hann þekktu, vissu, að undir þeim hjúp sló heitt og
viðkvæmt hjarta. Greiðvikinn var hann og hjálpsamur, svo af bar.
Ævistarf hans var í þvi fólgið að vinna öðrum, en hvert það starf, er
honum var á hendur falið, rækti hann af trúmennsku og innheimti
ekki alltaf daglaun að kvöldi.
Kristján Jónasson var jarðsettur frá Þingeyrakirkju 29. janúar 1983
að viðstöddu fjölmenni.
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Björn Helgason frá Læk á Skagaströnd andaðist hinn 11. mars 1983
að Héraðshælinu á Blönduósi. Björn var fæddur hinn 5. maí árið 1898
að bænum Kúskerpi í Engihlíðarhreppi. Foreldrar hans voru hjónin
Helgi Gíslason og María Gísladóttir. Björn
var hinn fjórði í röðinni af átta börnum
þeirra hjóna sem upp komust, en tvö dóu í
æsku. Björn ólst upp á Blönduósi fram að
fermingu en þar bjó fjölskylda hans uns hún
flutti búferlum að Brandaskarði í Skaga-
hreppi, og ári síðar að bænum Læk í Höfða-
kaupstað. Björn fór snemma að sækja sjó frá
Skagaströnd, og einnig fór hann suður til
vertíða og i einni slíkri ferð kynntist hann
konuefni sínu Önnu Björnsdóttur sem þá
starfaði í Vestmannaeyjum, en Anna var
ættuð úr Gufudalssveit á Barðaströnd, dóttir hjónanna Björns Arn-
finnssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur er bjuggu að Eyri. Þau
Björn og Anna settu niður bú sitt að Efri-Læk og stundaði Björn sjóinn
sem áður og varð síðar verkstjóri í frystihúsi staðarins. Árið 1948 tók
Björn sig upp með fjölskyldu sína og flutti suður á Hvalfjarðarströnd.
Hann hafði lengi stundað búskap með öðrum störfum og kunni því vel
en vildi nú helga sig þeim starfa. I Kalastaðakoti, en svo nefndist
J