Húnavaka - 01.05.1984, Page 171
HUNAVAKA
169
bærinn, höfðu þau ekki verið nema hálft ár er Anna lést, einungis
liðlega fimmtug að aldri. Að vori árið eftir kom Björn hingað til
Skagastrandar aftur, en börnin urðu eftir fyrir sunnan og héldu áfram
sinni skólagöngu þar. Hóf Björn aftur störf við frystihúsið, og vann þar
uns hann hætti störfum fyrir sjúkleika sakir er hann var um sjötugt.
Þeim Önnu og Birni varð tveggja barna auðið, eru það þau Guðrún
María og Helgi. Guðrún María á tvo syni, hennar maður er Guð-
mundur Guðmundsson. Helgi er kvæntur Ástríði Jóhannsdóttur og
eiga þau fjögur börn. Bæði eru þau systkin búsett í Reykjavík.
Nokkru eftir að Björn hætti störfum ágerðist sjúkleiki hans, og flutti
hann inn á Héraðshælið á Blönduósi þar sem hann lést tæplega 85 ára
að aldri. Björn var jarðsettur hinn 19. mars 1983 í Spákonufells-
kirkjugarði.
Björn Fossdal Hafsteinsson andaðist á Landspítalanum í Reykjavík
hinn 13. apríl 1983. Björn var fæddur hinn 15. apríl árið 1948 hér á
Skagaströnd, sonur hjónanna Hafsteins
Auðuns Fossdal Björnssonar og Svanbjargar
Fossdal, fædd Petersen frá Þórshöfn í Fær-
eyjum. Björn var elstur af fjórum börnum
þeirra hjóna. Hafsteinn faðir Björns lést árið
1962 af slysförum, þá rétt fertugur að aldri,
og þremur árum síðar flutti Svanbjörg til
Reykjavíkur með börn sín. Björn sem var þá
17 ára og farinn að stunda sjómennsku, varð
því eftir um stund, en var síðan við sjó-
mennsku víða, og meðal annars var hann
vélstjóri á bátum frá Patreksfirði. Síðar var
Björn í Reykjavík og átti þá heimili hjá móður sinni og stjúpföður,
Gísla Jósefssyni. En hugur Björns stóð til heimahaganna, og hingað til
Skagastrandar kom hann aftur í júlí 1981. Endurnýjaði þá kynni sín
við Rósu Björgu Högnadóttur og bjuggu þau saman síðan. Þau Rósa
eignuðust einn son, Hafstein Auðunn, en af fyrra hjónabandi átti
Björn þrjú börn.
Björn var tæplega 35 ára að aldri er hann lést eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Utför hans var gerð frá Hólaneskirkju að viðstöddu fjöl-
menni og var hann jarðsettur í Spákonufellskirkjugarði 22. apríl 1983.