Húnavaka - 01.05.1984, Page 173
HÚNAVAKA
171
borgar áttu þau hjón þrjú börn, þau Sigfús og Guðnýju sem bæði eru
nú látin, og Halldóru sem búsett er i Hafnarfirði, en hún er nú tæplega
níræð að aldri. Sigurborg var upp alin í Flatey en liðlega tvítug að
aldri fór hún til Reykjavikur og gekk í ljós-
mæðraskóla, útskrifaðist úr honum og flutt-
ist þá hingað norður á Skaga þar sem hún tók
við starfi ljósmóður í Nesjaumdæmi og hafði
búsetu í Kálfshamarsvík. Var hún þar búsett
er hún kynntist Andrési Guðjónssyni frá
Harrastöðum, en Andrés var kennari. Þau
Sigurborg og Andrés gengu í hjónaband
hinn 4. nóvember árið 1916 og bjuggu í
Kálfshamarsvík uns þau fluttu að Harastöð-
um 1923 og Andrés tók við búskapnum á
jörðinni ásamt bróður sínum, en Sigurborg
sinnti áfram ljósmóðurumdæmi sínu. Arið 1938 fluttu þau hjón til
Skagastrandar og reistu nýbýlið Ásholt. Þar bjuggu þau uns Andrés
stofnaði verslun sína á Hólanesinu og þau fluttu þangað. Rak Andrés
verslunina til dauðadags, en hann lést árið 1968.
Fimm barna varð þeim hjónum auðið, elstur var Hallbjörn sem
fæddur er árið 1917, en hann lést liðlega hálfþrítugur að aldri. Hin
börnin eru þau Guðjón, Sigfús Haukur, Lilja og Árni. Þá tóku þau
hjónin til fósturs Ásdísi Guðmundsdóttur sem þá var barn að aldri, og
ólu hana upp.
Sigurborg fluttist árið 1973 á Héraðshælið á Blönduósi þar sem hún
bjó síðan. Útför Sigurborgar var gerð hinn 10. desember 1983, og var
hún jarðsett í Spákonufellskirkjugarði.
Oddur Einarsson sóknarprestur.
Ólína Guðlaug Hjartardóttir andaðist þann 27. júlí 1983 á Land-
spítalanum. Hún var fædd 15. ágúst 1912. Foreldrar hennar voru
Hjörtur Klemensson, formaður og kona hans Ásta Þórunn Sveins-
dóttir, er lengst af bjuggu í Vík í Höfðakaupstað. Alls voru börn þeirra
16.