Húnavaka - 01.05.1984, Page 174
172
HUNAVAKA
Ólína fór snemma að vinna, einkum við búskapinn, á heimili for-
eldra sinna, hugsaði hún um fjósið er hún hafði aldur til, enda féll
henni vel að umgangast húsdýr. Þá var hún um tíma á Blönduósi hjá
Guðbjörgu Kolka læknisfrú og Hjálmfríði
Kristófersdóttur, er hafði greiðasölu. Á þess-
um heimilum lærði hún matreiðslu og
bakstur.
Ólína var sönghneigð og söngelsk og hafði
fallega rödd, sem ættmenn hennar. Hún
stofnaði heimili með Einari Haraldssyni frá
Breiðavaði í Langadal og hófu þau búskap á
Breiðavaði og síðar Miðgili í Engihlíðar-
hreppi. Varð þetta báðum til blessunar, er
þau stóðu á vegamótum í lífinu. Fluttu þau
síðan út á Strönd að Kjalarlandi í Vind-
hælishreppi og síðar fluttu þau i Dagsbrún í Höfðakaupstað, er varð
þeirra heimili til endadægurs.
Einar og Ólína voru ávallt með búskap þar sem þau bjuggu. —
Ólína fór vel með mat og afurðir búsmalans og var hreinlát, en laus við
allt tilhald í klæðaburði. Einar Haraldsson var um árabil stærsti
bóndinn i kaupstaðnum. Hann var nærfærinn við skepnur. Eftir að
þau hjón hættu að hafa kýr, bjuggu þau við hross og kindur. Fengu
þau sér þá geitfé, er Ólína hafði mjög gaman af að hirða. Þá var hún
mikill kattavinur. Hún hafði gaman af að tala við dýrin og um þau
Enda hugsaði hún um allan búsmalann heima fyrir.
Lengst af var hún heilsugóð og ósérhlífin. Hún var gjafmild og vildi
launa allt sem henni var gott gjört og trygglynd vinum sínum. Hún
var oft létt i tali, kom vel fyrir sig orði og hnyttin í tilsvörum.
Ólína eignaðist dóttur áður en hún giftist, Guðbjörgu Pálinu en þau
Einar eignuðust þrjú börn, Sigríði og Kristófer sem búsett eru i
Reykjavík og Skarphéðinn, sem er á Akureyri.
Ólína Guðlaug var trúkona mikil, hugsaði mikið um andleg mál og
gat huggað aðra á erfiðleikastundum.
Hún var jarðsett 4. ágúst 1983 í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík.
Við Lóa vorum miklir vinir.
Hilmar Angantýr Jónsson, umboðsmaður og skáld andaðist þann 28.
júlí í Grindavík. Hann var fæddur 11. maí 1910 í Bólstaðarhlíð A.-