Húnavaka - 01.05.1984, Page 175
HÚNAVAKA
173
Hún. Voru foreldrar hans Jón Þorfinnsson bónda í Geitagerði,
Skagafirði, og kona hans Guðrún Árnadóttir frá Lundi, Magnússonar
frá Stóra-Grindli í Fljótum. Kona Árna móðir Guðrúnar frá Lundi var
Baldvina Ásgrimsdóttir, bónda á Skeið í Fljótum. Voru ættmenn
Guðrúnar frá Lundi rakið Fljótafólk, enda gætir mikillar kynfestu
meðal þeirra ættmenna um andlitsfall,
háralit og líkamlegt atgerfi. Árna föður
Guðrúnar er svo lýst að hann var mjög bók-
hneigður, svo að hann hafði eigi unnað bók-
um sínum minna en búsmala.
Foreldrar Angantýs bjuggu á Ytra-Mal-
landi á Skaga frá 1922-39. Jón bóndi var
hagleiksmaður sem stundaði smíðar sam-
hliða búskapnum og kona hans Guðrún,
dugnaðarkona að búsýslu og lagði auk þess
stund á skáldsagnagerð.
Angantýr ólst upp með foreldrum sínum
og gegnir furðu að hann skyldi ekki fara til lengra náms en barna-
fræðslu. Mun efnahagur hafa valdið því.
Angantýr kvæntist 17. júní 1939 Jóhönnu Jónasdóttur frá Fjalli í
Skagahreppi, dugnaðarkonu. Hófu þau búskap á Mallandi, en fluttu
að Fjalli 1941. — Fjall er stór jörð, þar er mjög snjóþungt en grær
snemma á vorin. Þau hjón eignuðust þessi börn, Sigurbjörgu gifta
Sigmari Jóhannessyni, Guðrúnu gifta Indriða Hjaltasyni, eru þær
búsettar á Skagaströnd og Bylgju gifta Halldóri Einarssyni bónda á
Móbergi í Langadal.
Búseta Angantýs og Jóhönnu var skemur á Fjalli en til stóð, því að
bærinn brann 1943. Flutti Angantýr þá með fjölskyldu sína til
Höfðakaupstaðar og reisti þar húsið Fjallsmynni. Stundaði hann þar
búskap samhliða því að vera starfsmaður Síldarverksmiðju ríkisins.
Á þessum árum orti hann mikið, ljóð fyrir samkomur, afmæli og
sögulega atburði. Kunnustu ljóð hans eru Bárður Skagamaður og
Kyndarinn. Angantýr var félagslyndur og hljómelskur. Árin liðu á
Skagaströnd við góða hagi.
Jóhanna og Angantýr slitu samvistum. Á þeim árum sem Angantýr
var einbúi á Skagaströnd, kynntist hann Helgu Vilhelmínu Sigurð-
ardóttur frá Móum er hafði misst mann sinn Öskar Laufdal á
Hnappstöðum. Hún var dugnaðarkona. Helga og Angantýr giftust