Húnavaka - 01.05.1984, Page 176
174
HUNAVAKA
26. júní 1940 og hjúskapurinn varð þeim báðum til láns í lífinu. Helga
og Angantýr fluttu til Grindavíkur 1951, en þar bjó dóttir Helgu. Á
þessu tímabili var deyfð yfir atvinnulífi á Skagaströnd, en uppgangur
í Grindavík. Þau hjón stunduðu fiskvinnu þar framan af.
Síðar stundaði hann innheimtu fyrir sjónvarp og útvarp, var um-
boðsmaður bíltrygginga og sá um lífeyrisgreiðslu til verkamanna, en
hann var ritari Verkalýðsfélagsins.
Á þessum árum gaf Anganhtýr út tvær ljóðabækur. Árið 1962,
Geislar og glæður, ljóð frá æsku- og Skagastrandarárum og 1964
Huldar slóðir, eru það ljóð frá Grindavíkurárum hans. Margt er þar
góðra kvæða. Var þetta nokkuð djarft að gefa út ljóðabók annað hvert
ár, en Angantýr var sjálfur útgefandinn. Greip hann þá til þess ráðs að
fara um byggðir Vestfjarða og norðan lands og bjóða bækur sínar til
sölu. Tók alþjóð þessu farandskáldi vel og var salan góð.
Hann var jarðsunginn 8. ágúst 1983 frá hinni nýju kirkju í Grinda-
vík, er var þétt setin. Ber þetta vott um vinsældir hins látna. Hann var
jarðsettur að Stað í Grindavík við hlið konu sinnar, Helgu Sigurðar-
dóttur, er andaðist 18. mars 1974. Angantýr hafði ort um hana fögur
erfiljóð.
Ernst Georg Berndsen á Karlsskála á Skagaströnd, andaðist á heimili
sínu 21. ágúst 1983. Hann var fæddur 2. júni 1900 á Skagaströnd.
Voru foreldrar hans Carl Berndsen kaupmaður og póstafgreiðslu-
maður á Hólanesi á Skagaströnd og kona
hans Steinunn Berndsen, fædd Siemsen.
Ernst var snemma hneigður til veiðiskapar
á sjó og landi. Var hann ungur er hann fór
fram með föður sínum til færaveiða. Hann
fór i Sjómannaskólann í Reykjavík og lauk
fiskimannaprófi 1925. Stundaði hann síðan
sjómennsku á togurum einkum frá Patreks-
firði. Þegar hafnargerðin hófst á Skagaströnd
1934 settist hann þar að og varð hafnar-
vörður, einnig verkstjóri við út- og uppskip-
un. Stundaði hann þessi störf fram á árið
1960. Þá var hann lóðs á Húnaflóa einkum á stríðsárunum, er hann
leiðbeindi erlendum skipum til hafna er sigldu á Húnaflóa. Ernst
stundaði trillubátaútgerð um fjölda ára, gerði út tvo báta og var með