Húnavaka - 01.05.1984, Page 178
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN 1983.
Janúar.
í heild einkenndist mánuðurinn
af kulda, umhleypingum, erfið-
um samgöngum og jarðbönnum,
þar til í lok mánaðarins að tíðar-
far stilltist eftir eftirminnilega
snjókomu þann 21. og síðan
bráða leysingu um nóttina svo að
hnésnjór var horfinn að morgni
næsta dags. Hiti var yfir frost-
marki 22. og 23., en kólnaði síðari
hluta dags þann 24. og var all-
mikið frost úr því til loka mánað-
arins. Nokkrar skemmdir urðu í
héraðinu af vatnavöxtum 22. og
talsverðir erfiðleikar og óþæg-
indi.
Febrúar.
Tíðarfar var yfirleitt milt í mán-
uðinum, áttin suðlæg en nokkuð
umhleypingasamt. Að miklum
meirihluta var hitastig yfir frost-
marki, og hlýjast þann 26. 8,9 stig
en kaldast 2. dag mánaðarins
13,3 stig. Er vika var liðin af
mánuðinum tók snjó að mestu
upp af láglendi og komu nokkuð
góðir hagar fyrir hross, þótt höf-
uðfannir væru enn og svellalög.
Úrkoma var mest þann 18. eða 6
mm en annars mjög lítil. Mán-
uðurinn endaði með miklu SSA
hvassviðri hér um hérað og urðu
af því nokkrar skemmdir á húsum
og öðrum mannvirkjum.
Mars.
Fyrsta dag mánaðarins var mikið
blíðviðri, en síðan kólnaði og
frysti. Jörð var alhvít svo til allan
mánuðinn, og setti að lokum nið-
ur mikinn snjó, sem tafði sam-
göngur. Allmikið norðanveður
gerði þann 30. Sólfar var lítið í
mánuðinum, sökum mikils skýja-
fars og oft dimmviðris. Hlýjast
var þann 1. eða 9,6 stig en kaldast
þann 24. -Ml,6 stig. Mesta úr-
koma varð þann 12. 8 mm. Snjó-
dýpt mældist mest 10 cm þann
30. Jarðbönn urðu fyrir hross.
Gæftir voru stopulli en í febrúar,
en þó sæmilegar og rækjuveiði
óslitin samhliða nokkurri söfnun
á hörpudiski.