Húnavaka - 01.05.1984, Page 180
178
HUNAVAKA
Júní.
Fyrstu dagar júní voru kaldir og
átt norðanstæð. Úrkoma var lítil.
Gróðri miðaði mjög hægt fram
um miðjan mánuðinn og mátti
þá segja að bithagi væri viðun-
andi. Einkenni á mánuðinum var
mikið vatn í ám og af því treg
veiði. Hvenær sem hlýnaði eða
rigndi, leysti snjó mjög ört úr
fjöllum, en af nógu var að taka í
giljadrögum og fjallabrúnum.
Bleyta í jörð hamlaði mjög vinnu
i flögum og á hálendi við virkj-
unarframkvæmdir. Mjög lítið
bar á kali í túnum. Nokkuð var
farið að hleypa fé á afrétt í lok
mánaðarins. Gróðri fleygði mjög
fram undir mánaðarlok en þá
gerði nokkra hlýja daga með
vætu, en sláttur túna hófst ekki
svo vitað sé.
Júlí.
I mánuðinum var tíðarfar yfir-
leitt hagstætt fyrir gróður, að
jafnaði sæmilega hlýtt og væta
yfirdrifin. Grasspretta varð víðast
sæmileg, en jörð öll óvenju blaut
og torveldaði það mjög heyþurrk
og jarðvinnslu. Sauðfé fór á afrétt
snemma í mánuðinum, en hross
ekki fyrr en frá 20.-25. en það var
ekki leyft fyrr. Þeir sem hófu slátt
um miðjan mánuð eða fyrr náðu
vel þurru og góðu heyi þann 24.
og 25. Úr því voru þurrkar mjög
stopulir. Þann 17. var mikið úr-
felli með kaldri norðanátt. Fór
hitastig niður í 3,2 stig. Aftur á
móti fór hitinn í 17,5 stig þann
20. enda suðlæg átt. Síðasta dag
júlímánaðar var N og NV átt
með allmiklu úrfelli og snjóaði þá
í fjöll.
Ágúst.
Norðanáttin gekk niður strax
þann fyrsta og úr því var suðlæg
átt ríkjandi, skýjafar mikið og
sólarlítið. Úrkomu varð vart 21
dag í mánuðinum og heyskapar-
tíð erfið sökum skúraveðurs, þó
mjög misjafnlega eftir bæjum.
Kom þetta verst niður á þeim
bændum sem höfðu blautustu
túnin. Þrátt fyrir þetta sáu ýmsir
fyrir lok heyskapar um mánaðar-
lok, en þeir voru þó fleiri sem áttu
meira og minna eftir. Gróður var
í sprettu fram eftir mánuðinum
og fénaður tolldi óvenju vel í
sumarhögum. Enginn haustlitur
var á jörð í lok ágústmánaðar.
September.
Mjög varð mönnum að ósk sinni
um betra tíðarfar upp úr höfuð-
deginum. Bjartviðri og þurrviðri
var ríkjandi í september og því
hagstætt til heyskaparloka og
fjársmalana, sem hvoru tveggja
gekk vel. Það var alveg þurrt í 18
daga í mánuðinum og hitinn
komst í 15,5 stig þann 13. en nið-