Húnavaka - 01.05.1984, Side 181
HUNAVAKA
179
ur í -j-5,0 stig aðfaranætur 28. og
29. Gróður var lítið farinn að
sölna á öræfum um miðjan mán-
uðinn og stóðu þá blómplöntur í
fullum skrúða í heiðalöndum.
Fénaður tolldi með eindæmum
vel á afréttum og nýttust beiti-
lönd þar óvenju vel.
Október.
Fyrri hluti október var mjög
hagstæður, þurr, bjartur og hlýr.
Þann 4. komst hitinn í 10,7 stig.
Um miðjan mánuðinn brá til
norðanáttar með snjókomu í út-
sveitum og hrakningum á sauðfé,
þótt snjó festi naumast í inn-
sveitum. Frá 15. voru fjöll og
heiðar hvít yfir að líta og úrkoma
varð þar öll að snjó, þó blotaði á
láglendi. Úrkoma var 18 daga í
mánuðinum og tiðarfar um-
hleypingasamt. Mikið vatnsveð-
ur gerði að kvöldi þess 29. er varð
að snjó er kom fram á nóttina.
Hálka varð mikil á vegum, en
samgöngur tepptust ekki. Frost
varð 7 stig þann 28. og 29. en jörð
var lítið frosin í mánaðarlokin.
Kartöfluuppskera reyndist mjög
misjöfn, en þó óvenju rýr. Sauðfé
reyndist misjafnt, gott það sem
gekk á heiðalöndum, en verra í
útsveitum, og kenndu menn þar
um miklum harðviðrum vorsins.
Nóvember.
Mánuðurinn var mjög mildur
miðað við árstíma, en nokkuð
umhleypingasamur. Áttin var að
meirihluta suðlæg. Úrkomu varð
vart 19 daga í mánuðinum og
snjór var í byggð 20 daga. Hæsta
hitastigið mældist 9,2 stig þann
13. en 28. var kaldast -s-11,2 stig.
Lítið frost var í jörðu og sam-
göngur greiðar, en hálka var þó á
vegum í nokkra daga. Hagar fyrir
búfé voru góðir í sveitum, en
snjór á öllu hálendi. Sauðfé var
haft nærri húsum og sums staðar
hýst. Gæftir voru góðar.
Desember.
Snjólaust var í byggð átta fyrstu
daga mánaðarins, nema 5. og 6.
en þá fölvaði aðeins, en frá 9. var
snjór yfir öllu og fór vaxandi allt
til áramóta. Erfitt var um sam-
göngur um hátíðarnar og þurfti
að ryðja snjó af aðalvegum.
Þungfært varð og um hliðarvegi
og féllu þess vegna niður guðs-
þjónustur á Undirfelli og Þing-
eyrum á jóladag. Var þá mikil
lausamjöll. Úrkomu varð vart 25
daga mánaðarins alls 86,9 mm,
en rúmlega fjórðungur þess féll
sem rigning þann 7. eða 22,9 mm.
Hlýjast var 2,7 stig en kaldast
-F 14,8 stig dagana 22. og 23.
desember. Árið 1983 kvaddi með
allmiklum snjó víðast í héraðinu,