Húnavaka - 01.05.1984, Side 182
180
HÚNAVAKA
en vægu frosti. Hross voru sums
staðar komin á gjöf, en gengu
víðast sjálfala í högum.
Segja má að árferðið í Húna-
vatnssýslu hafi verið erfitt, svo að
fyrr á tímum hefði jafnvel verið
kallað harðæri, svo sem á sama
áraskeiði 18. og 19. aldar er sagnir
herma frá.
Árið 1983 átti þó líka sín björtu
og hlýju tímabil, sem menn með
nútíma tækni höfðu tök á að nýta
til hina ýtrasta og það forðaði því
að óhagstætt árferði yrði slíkur
örlagavaldur sem fyrr, er fénaður
féll og jafnvel fólkið sjálft, eða
flýði land. Gott er nútímafólki að
skoða staðreyndir sögunnar og
sækja til hennar þolgæði til þess
að mæta því sem á móti blæs, og
þrótt til þess að nýta það sem
betra er, svo sem dagana að af-
liðnu miðju sumri árið 1983.
Framanskráð yfirlit um veðr-
áttuna 1983 er unnið upp úr veð-
urbókum á Blönduósi og minnis-
punktum undirritaðs.
Blönduósi 26. 1. 1984.
Grímur Gíslason.
AUKIN VALDDREIFING.
Unnið var að uppbyggingu og
endurbótum rafdreifikerfis Raf-
magnsveitna ríkisins á s.l. ári að
mestu samkvæmt áætlunum. Til
nýframkvæmda í innanbæjar-
kerfum, þ.e. á Hvammstanga,
Laugabakka, Blönduósi, Skaga-
strönd, Varmahlíð og Hofsós, var
varið um 2,9 mkr. Er þar fyrst og
fremst um aukningu að ræða,
vegna stækkun bæjanna og end-
urbætur á ófullnægjandi búnaði.
Til styrkingar á dreifiveitum í
sveitum var varið um 3,5 mkr.
Fór það að mestu í byggingu
nýrrar línu frá Hrútatungu til
Laxahvamms í Miðfirði sem
bæta mun flutningsgetuna í
Miðfjörð og þá ekki sist til
Hvammstanga. Gera varð end-
urbætur á línum í Fljótum í
Skagafirði s.s. þéttingu staura og
vírskipti, vegna mikilla skemmda
sem þar urðu í miklu isingaveðri í
fyrravetur, en þá tognaði víða á
vírnum, og víða slitnuðu línur og
staurar brotnuðu. Til þess að
dreifa kostnaðinum var ákveðið
að fresta nokkru af vírskiptunum
til þessa árs. Ætlunin er að vinna
fyrir u.þ.b. 4 mkr. í innanbæjar-
kerfum á þessu ári og 5,5 mkr. í
styrkingu sveitaveitna. Hér er um
fjármagn að ræða sem aðeins
dugar til nauðsynlegustu aðgerða
til að fylgja aukningu í gatna-
kerfum, en ekki til endurbóta á
gömlum kerfum nema að mjög
litlu leyti. Til sveitaveitna hrekk-
ur það aðeins til lúkningar á
þeirri línu sem er í byggingu,
Hrútatunga-Miðfjörður.