Húnavaka - 01.05.1984, Síða 185
HUNAVAKA
183
Á liðnum árum hefir starf fé-
lagsins verið allmikið, ekki aðeins
með rekstri Tónlistarskólans
heldur einnig með allnokkru
hljómleikahaldi, sem átt hefir
vaxandi skilningi að mæta. Fé-
lagatala hefir staðið nokkuð í
stað, en þrátt fyrir það er hún
allhá miðað við hliðstæð félaga-
samtök.
Við þurfum ávallt, en alveg
sérstaklega nú, á vaxandi stuðn-
ingi að halda og treystum því að
hann muni gefast.
Jón Tryggvason.
FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM.
Árið 1983 stunduðu 138 nem-
endur nám við skólann. Kenndir
voru 97 klukkutímar á viku.
Kennt var á þrem stöðum,
Blönduósi, Húnavöllum og
Skagaströnd.
Hljóðfæri sem kennt er á eru:
Blokkflauta, píanó, orgel,
harmonikka, cornet, bariton,
klarinett, saxófónn, gítar og fiðla.
Tónfræði var kennd í sértím-
um, en hafði áður farið fram í
hljóðfæratímum nemenda. Nýt-
ast því þeir tímar sem ætlaðir eru
til hljóðfærakennslu mun betur
en áður.
Fleiri nemendur þreyttu nú
stigapróf en áður, og er það spor í
rétta átt.
Tekinn hefur verið upp sá
háttur að taka má prófin annað-
hvort að vori eða um áramót, til
aukins hagræðis fyrir nemendur.
Að vori munu 2 taka fjórða
stig, 3 þriðja stig, 8 annað stig og
15-20 fyrsta stig.
Á siðastliðnu hausti flutti skól-
inn starfsemi sína á Blönduósi í
hús Tónlistarfélagsins að Húna-
braut 26. Bætir þetta alla aðstöðu
skólans til að rækja hlutverk sitt.
Á húsnæðinu þarf reyndar að
gera nauðsynlegar breytingar svo
það henti til tónlistarkennslu.
Það munu vera allfjárfrekar
framkvæmdir, og verður þar að
treysta á velvild og rausn sveitar-
félaga og almennings.
I upphafi skólaárs í haust lét
Solveig Benediktsdóttir af skóla-
stjórn og við tók Jóhann Gunnar
Halldórsson.
Fastráðnir kennarar við skól-
ann auk skólastjóra eru þau:
Svein Arne Korsham og Stein-
unn Berndsen. Stundakennarar
við skólann á árinu voru þau:
Solveig Benediktsdóttir, María
Einarsdóttir og Bjarne Helleman.
Vortónleikar voru að þessu
sinni haldnir á Skagaströnd. Að
vanda gaf Samband austurhún-
vetnskra kvenna verðlaun til
nemenda sem sýnt höfðu góðan
námsárangur. Jólatónleikar voru
bæði á Skagaströnd og Blöndu-
ósi. Nemendur Tónlistarskólans