Húnavaka - 01.05.1984, Page 186
184
HUNAVAKA
að Húnavöllum komu fram á
jólaskemmtun skólans.
Gestur á tónleikunum á
Blönduósi var skólakór grunn-
skólans, sem söng nokkur lög
undir stjórn Svein Arne Kors-
ham. Einnig komu nemendur
skólans fram við ýmis tækifæri.
Á árinu voru haldnir tónleikar
bæði á Blönduósi og Skagaströnd
til þess að afla fjár til hljóðfæra-
kaupa. Auk nemenda skólans,
sem léku bæði einleik og samleik
á ýms hljóðfæri, komu m.a. fram
fjórar stúlkur frá Skagaströnd
sem sungu við gítarundirleik,
Kristján Hallbjörnsson, Har-
monikkuklúbburinn, Lúðrasveit
Blönduóss og Bólstaðarhlíðar-
kórinn.
Þökk sé þeim fyrir, svo og þeim
sem komu á tónleikana.
Jóhann Gunnar.
HÉRAÐSBÓKASAFNIÐ.
Á þessu fyrsta heila starfsári
safnsins í nýju húsnæði var rekst-
ur þess og starfsemi með svipuðu
sniði og síðasta ár.
Þó urðu öll umsvif verulega
mikið meiri en áður á starfsferli
safnsins svo sem eftirfarandi tölur
sýna:
Keyptar voru 511 bækur (389),
aukning 32%.
Lánaðar út 18.790 bækur
(11.059), aukning 70%.
Safngestir 4.406 (2.619), aukn-
ing 68%.
Handhafar korta 400 (298),
aukning 35%.
Skipting útlána var þessi:
Barnabækur.........8.962
Skáldsögur.........6.675
Llokkabækur........3.153
Auk þess voru lánaðar út um
30 hljóðbækur á árinu.
Vegna ofangreindra talna skal
eftirfarandi tekið fram. Bækurn-
ar, sem keyptar voru, voru að
hluta til gamlar, m.a. voru
keyptar bækur á Bókamarkaði
1983 í Reykjavík og nokkuð stór
hluti heildarbókakaupanna voru
barnabækur, enda eru börn og
unglingar um helmingur við-
skiptavina safnsins. Safnið er
áskrifandi að samtals 26 tímarit-
um bæði innlendum og erlend-
um.
Samanburður milli áranna
1982 og 1983 er ekki alveg raun-
hæfur, þar sem starfsemi safnsins
var nokkru skemmri 1982 og hef-
ur það nokkur áhrif hvað snertir
aukningu útlána og fjölgun safn-
gesta.
Ljöldi lánaðra bóka svarar til
þess að hver og einn Austur-
Húnvetningur hafi fengið 7,2
bækur lánaðar á árinu.
Gjald fyrir útlánskort var kr.
100 en hækkaði í kr. 200 í sept-
ember. Börn og unglingar á