Húnavaka - 01.05.1984, Page 190
188
HUNAVAKA
23. Elinborg Guðmundsdóttir,
Blönduósi. Myndir. Húna-
vaka 1. árg. fjölritaður.
24. Jón Karlsson, Blönduósi.
Myndir.
25. Bjarni Ó. Frímannsson frá
Efri-Mýrum. Mynd.
26. Marteinn Sigurðsson frá
Gilá. Ýmis skjöl frá Ás-
hreppi, hreppsskjöl o. fl.
27. Úr dánarbúi Kristjáns Jón-
assonar, Blönduósi. Myndir.
28. Guðmundur B. Þorsteinsson,
Holti. Myndir.
29. Jónína Björnsdóttir, Blöndu-
ósi. Myndir.
30. Arndís Á. Baldurs, Blöndu-
ósi. Myndir.
Jí-
FRÁ B.S.A.H.
Á svæði B.S.A.H. héldu 37
bændur skýrslur yfir 824 kýr. Eru
því um 60% kúa skýrslufærðar,
sem er hátt hlutfall. Meðalnyt
árskúa var 3.789 kg og kjarnfóð-
urgjöf 870 kg. Vaxandi þátttaka
er í skýrsluhaldi yfir sauðféð, en
uppgjör fyrir 1983 er ekki tilbúið.
Samkvæmt ásetningsskýrslum
fjölgar nautgripum nokkuð, en
sauðfé og hrossum fækkar.
Nýrækt var 70 ha hjá 30
bændum, endurvinnsla túna 65
ha, einnig hjá 30 bændum og
grænfóðurrækt 124 ha hjá 46
jarðabótamönnum.
Þá er ótalin 18 ha stækkun á
Félagsrækt Enghlíðinga. Skurð-
gröftur var 227.870 m3, þar af um
67% endurnýjun skurða. Súg-
þurrkunarkerfi voru 961 m3 hjá 7
bændum. Niðurstöður heyefna-
greininga sýna eftirfarandi:
kg/fe
Súgþurrkað hey..........2.03
Ósúgþurrkað hey.........2.31
Meðaltal................2.12
Munar því um 6000 fe. á fóð-
urgildi heys í 1000 m3 hlöðu, eftir
þvi hvort súgþurrkun er eða ekki.
Fremur lítið var um nýbygg-
ingar í sveitum. Helst má þó
nefna byggingar loðdýrabúa.
Bændahátíðin var að venju um
Jónsmessu, og mjög vel sótt. Dr.
Halldór Pálsson var gerður að
heiðursfélaga B.S.A.H. Þá hlutu
Katrín Grímsdóttir og Sigurjón
Stefánsson Steiná III, viðurkenn-
ingu B.S.A.H. og S.A.H.K. fyrir
snyrtilega umgengni. Einn bú-
fræðingur hlaut viðurkenningu
fyrir búfræðinám.
Afleysing vegna veikinda og
slysa var greidd í 49 tilfellum, er
nú um tíma fastráðinn maður til
að sinna afleysingum á vegum
B.S.A.H.
Rekstur Ræktunarsambands-
ins gekk þokkalega þrátt fyrir
litla vinnu hjá bændum. Tölu-
verð vinna var í tengslum við
undirbúning Blönduvirkjunar.