Húnavaka - 01.05.1984, Page 192
190
HUNAVAKA
það bil 4 tonnum af lausu fóðri,
heykögglum eða innfluttu fóðri
og allt upp í 14-16 tonn.
y/.
FRÁ S.A.H.K.
Dómhildur Jónsdóttir og sr. Pét-
ur Þ. Ingjaldsson, heiðursfélagar
S.A.H.K., voru gestir aðalfund-
arins, sem haldinn var í Flóð-
vangi sl. vor.
Að venju sýndu skýrslur kven-
félaganna margvíslega starfsemi.
Menningarmálanefnd sam-
bandsins stóð fyrir sýningu
heimilisiðnaðar á Húnavöku.
Sóttu margir gestir sýninguna
þrátt fyrir erfiða færð og veður.
Síðla sumars var sýning á veg-
um Heimilisiðnaðarfélags Is-
lands, í tilefni 70 ára afmælis
þess, í Kvennaskólanum á
Blönduósi. Aðstoðuðu sam-
bandskonur við uppsetningu
hennar. í tengslum við sýning-
una, var haldin tískusýning á
batik og prjónakjólum í Félags-
heimilinu. Þarna var um að ræða
farandsýningu, og var Blönduós
fyrsti viðkomustaður hennar.
Flóamarkaður var haldinn sem
endranær, en ágóða hans er varið
til starfsemi S.A.H.K.
Unnið er að endurskráningu
muna Halldóru Bjarnadóttur í
Heimilisiðnaðarsafninu, en safn-
ið fékk styrk úr Þjóðhátíðarsjóði
til verksins. Árlega er skólabörn-
um boðið í safnið og eru þeim
sýnd gömul vinnubrögð. Sl. sum-
ar sóttu einnig dönsk skólabörn
safnið heim og vöktu hin gömlu
vinnubrögð mikla athygli.
Tveir danskir safnverðir komu
og kynntu sér heimilisiðnað, og
nutu gestrisni Elísabetar Sigur-
geirsdóttur. Margir gestir skoð-
uðu Heimilisiðnaðarsafnið sl.
sumar, og er greinilegt að það
nýtur vaxandi vinsælda hjá
ferðamönnum. Tvær konur fóru
á fund Sambands norðlenskra
kvenna, sem haldinn var á
Kópaskeri, og tvær á landsþing
Kvenfélagasambands íslands,
sem haldið var á Hrafnagili í
Eyjafirði. Þá tóku nokkrar kven-
félagskonur sig saman og ferðuð-
ust til Edinborgar.
Formannaskipti urðu hjá
S.A.H.K. sl. vor, en Elísabet Sig-
urgeirsdóttir, sem verið hefur
formaður um tólf ára skeið, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs. í
hennar stað var Aðalbjörg Ingv-
arsdóttir kosin formaður Sam-
bands austur-húnvetnskra
kvenna.
Elin Sig.
KIWANISKLÚBBURINN
BORGIR 5 ÁRA.
Styrktarverkefni klúbbsins hafa
verið heldur erfið þessi ár vegna
skorts á fjármagni. Fjáröflun
klúbbsins hefur byggst á sölu á