Húnavaka - 01.05.1984, Page 193
HUNAVAKA
191
sumarblómum og jólapappír, en
þar er ekki um stórar fjárhæðir að
ræða. Styrkir hafa þó m.a. verið
veittir til Héraðshælisins, til
skólabókasafns og Leikskólanum
gefin kvikmyndasýningarvél.
Einnig gáfu félagar klúbbsins
vinnu við Björgunarstöðina. Ár-
lega eru vistmönnum á ellideild
og sjúkrahúsi færðar jólagjafir.
Mæta þá nokkrir klúbbfélagar
við messu á aðfangadag og af-
henda gjafirnar að lokinni messu.
Einnig hefur klúbburinn árlega
séð um áramótabrennu á
Blönduósi og aðstoðað við opið
hús fyrir aldraða.
Þá má nefna að félagar
klúbbsins lögðu fram mjög mikla
vinnu við sölu á K-lyklinum í
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslu í haust, en eins og kunnugt
er, er sala hans sameiginlegt
verkefni allra Kiwanismanna á
íslandi og rennur ágóði af sölunni
eins og áður til hjálpar geðsjúk-
um.
Varðandi samskipti við aðra
klúbba, eru þau mest við Drang-
ey á Sauðárkróki og Skjöld á
Siglufirði. Þessa klúbba reynum
við að heimsækja á hverjum vetri
og þeir okkur. Einnig höldum við
sameiginlega árshátíð með
Drangey, til skiptis á Blönduósi
og Sauðárkróki. Félagar klúbbs-
ins eru nú 23, en þyrftu að vera
fleiri.
Síðastliðið vor var stofnaður
Sinawikklúbbur Blönduóss og
eru félagar í honum eiginkonur
Kiwanismanna. Reynslan hefur
sýnt að stofnun slíkra klúbba
hefur verið viðkomandi Kiwanis-
klúbbi lyftistöng til betra starfs,
og vonum við að það verði einnig
hér.
Forseti Kiwanisklúbbsins
Borgir er Ólafur Ivarsson og félagi
i klúbbnum, Gunnar Sig. Sig-
urðsson, er í ár svæðisstjóri
klúbbanna á Grettissvæði.
Ari H. Einarsson.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI.
Á síðasta ári komu til afgreiðslu
47 uppboðsbeiðnir, auk upp-
boðsbeiðna frá veðdeild Lands-
banka íslands, sem næstum því
allar voru afturkallaðar. Þrjár
fasteignir voru seldar á nauðung-
aruppboðum. Fógetagjörðir urðu
112, þar af 89 fjárnám fyrir lög-
fræðinga vegna vangoldinna
skulda.
Tekin voru fyrir 50 einkamál
og 35 sakamál, sem flestum var
lokið með sátt. Lögregluskýrslur
urðu 665 og sektir lögreglustjóra
257. Ein hjón voru gefin saman.
Afgreidd 201 tollskýrsla og 1149
þinglýsingar.
Ji-