Húnavaka - 01.05.1984, Page 195
HUNAVAKA
193
síðan til Eyjafjarðar og Austur-
Húnavatnssýslu.
Elsta örugga heimild um riðu-
veiki í A.-Hún. er frá Sigurði
Hlíðar, dýralækni. Hann kann-
aði útbreiðslu riðunnar á Norð-
urlandi árið 1920 og finnur þá
riðu á einum bæ framarlega í
Vatnsdal.
Um 1930 er veikin farin að
valda miklu tjóni á a.m.k. tveim
bæjum í Áshreppi og á einum bæ
í Svínavatnshreppi. Á næstu
tveim áratugum veldur riðan
tjóni á fleiri bæjum í Áshreppi og
einum bæ í Svínavatnshreppi.
Ekki er vitað um riðu í öðrum
hreppum sýslunnar á þessum ár-
um.
Ekki voru Húnvetningar svo
heppnir að losna við riðuna við
fjárskiptin 1948. Nokkrum árum
eftir þau kom riðan aftur upp í
Áshreppi og einnig á þeim eina
bæ í Svínavatnshreppi, þar sem
riðan hafði verið fyrir. Á þeim bæ
var riðuveiki fram undir 1960 en
hvarf þá alveg. Eftir fjárskipti
breiðist riðuveikin á fleiri bæi í
Áshreppi og nú er svo komið að
hún hefur heimsótt flesta bæi
hreppsins. Hefur veikin gert mis-
mikið tjón, sumstaðar mjög mik-
ið, annars staðar minna. Árið
1960 var skorið niður á tveim
bæjum í hreppnum. Á öðrum
bænum olli riðan litlu tjóni eftir
niðurskurðinn, en á hinum bæn-
13
um varð riðan aftur mjög skæð og
var aftur skorið niður árið 1971.
Aftur kom riðan upp þar en hefur
ekki verið mjög skæð. Árið 1982
var enn skorið niður á tveim
bæjum í Áshreppi.
í Sveinsstaðahreppi hefur
minna borið á riðu. Hefur veikin
verið staðfest á 4 bæjum, en ekki
valdið mjög miklu tjóni enn sem
komið er.
í Torfalækjarhreppi hefur að-
eins verið staðfest eitt riðutilfelli,
var það árið 1975.
í Svínavatnshreppi olli riðan
miklu tjóni á einum bæ í 3-4 ára-
tugi, fram undir 1960. Árið 1979
var veikin staðfest á öðrum bæ í
hreppnum og hefur valdið þar
miklu tjóni.
1 Engihlíðarhreppi var riða
staðfest á einum bæ haustið 1983.
I Blönduóshreppi hefur verið
staðfest eitt riðutilfelli, haustið
1983.
I Vindhælishreppi hefur riða
verið staðfest á þremur bæjum. Á
tveim þessara bæja var um eitt
tilfelli að ræða fyrir nokkrum ár-
um. Á þriðja bænum var riðan
mjög skæð í nokkur ár, eða þar til
skorið var niður árið 1982.
Riðuveiki hefur enn sem komið
er ekki verið staðfest í þremur
hreppum í A.-Hún. en þeir eru,
Bólstaðarhlíðarhreppur, Skaga-
hreppur og Höfðahreppur.
1 Vestur-Húnavatnssýslu hefur
L