Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 196
194
HUNAVAKA
riða verið staðfest á sex bæjum,
þrir af þeim eru í Þorkelshóls-
hreppi og þrir í Þverárhreppi.
Skorið hefur verið niður á einum
bæ í Þverárhreppi.
Sigurður H. Pétursson.
®UJNAÐARBANKI
ÍSLANDS
GJALDEYRISÞJÓNUSTA.
lnngangur:
Árið 1983 var nokkuð erfitt fyrir
útibúið framan af árinu, þar sem
það var í skuld við aðalbankann í
ársbyrjun, og var svo fyrstu mán-
uði ársins. Um mitt árið batnaði
staðan verulega, og seinni hluta
ársins stóð útibúið allvel gagn-
vart aðalbanka og var svo i árs-
lok.
Þróun peningamála var hag-
stæð á árinu, er varðar útibúið, og
varð nokkur innlánsaukning.
Heildarinnlán jukust um 87,3% á
árinu, eða 27,8% meir en árið
1982. Raunveruleg innlánsaukn-
ing varð 32,9%, þ.e. aukning inn-
lána, þegar vextir og verðbætur
hafa verið dregin frá innláns-
aukningunni. Árið áður var sam-
bærileg aukning 17,3%.
Gjaldeyrisþjónusta var hafin á
árinu, og annast útibúið nú al-
hliða gjaldeyrisviðskipti. Hafa
viðskiptavinir útibúsins notfært
sér þessa þjónustu í ríkum mæli,
og innistæður á gjaldeyrisreikn-
ingum voru í árslok um 431 þús.
Á árinu var komið upp
geymsluhólfum, til afnota fyrir
viðskiptamenn, og geta þeir
fengið þau leigð fyrir sanngjarnt
verð. Hafa nú þegar allmargir
notfært sér þessa þjónustu.
lnnlán:
Heildarinnlán í lok 21. starfsárs
útibúsins um síðustu áramót,
voru um 151.991 þús., en voru
81.167 þús. í árslok 1982, og
höfðu því aukist um 70.824 þús.,
eða 87,3%. Árið áður var aukning
innlána 30.289 þús., eða 59,5%.
Aukningin 1983 reyndist nokkuð
yfir meðaltalsinnlánsaukningu
bankans í heild, sem var um
75,3%.
Innlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Veltiinnlán............21.093
Almenn innlán..........52.187
Bundin innlán..........78.711
Bundið fé hjá Seðlabanka Is-
lands nam í árslok um 41.010 þús.
og hafði aukist um 20.131 þús. á
árinu, eða 96,4%.
Útlán:
Heildarútlán útibúsins námu
215.988 þús. í árslok, en 129.495
þús. árið áður. Útlánsaukningin á