Húnavaka - 01.05.1984, Side 197
HUNAVAKA
195
árinu varð því 86.493 þús., eða
66,8%, en sambærilegar tölur
ársins 1982 voru 55.972 þús. eða
76,1%.
I heildartölu útlána eru öll
endurseld lán í Seðlabanka ís-
lands, sem eru afurðalán land-
búnaðar, sjávarútvegs og iðnað-
ar.
Aukning eigin útlána varð 27.
756 þús., eða 55,0%, þ.e. aukning
útlána að frádregnum endurseld-
um afurðalánum og skuldabréfa-
kaupum af Framkvæmda- og
Rikisábyrgðasjóði.
Útlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Afurðalán............... 130.679
Víxillán................. 10.984
Yfirdráttarlán............ 1.615
Verðbréfalán............. 72.710
Af framangreindum útlánum
voru 89.304 þús. endurseld af-
urðalán frá Seðlabanka íslands.
Skipting útlánaflokka:
Til atvinnuveganna.......86,4%
Til opinberra aðila..... 6,3%
Til einkaaðila........... 7,3%
Lánveitingar stofnlánadeildar
landbúnaðarins voru um 11.812
þús. á árinu 1983, í Austur- og
Vestur-Húnavatnssýslur. Til
framkvæmda í austur-sýslunni
voru veitt 27 lán að fjárhæð um
4.580 þús. og í vestur-sýslunni
voru veitt 32 lán að fjárhæð um
7.232 þús.
Rekstur:
Bókfærðar vaxtatekjur í árslok
námu 84.658 þús. og vaxtagjöld
62.835 þús. Rekstrarhagnaður
ársins var 1.231 þús. Áður en
þessi niðurstaða er fundin, höfðu
verið gjaldfærðar um 3.200 þús.
vegna breytinga og endurbóta á
húsnæði svo og húsbúnaði, um
1.543 þús. verið færðar í sérsjóði
og til afskrifta, um 2.070 þús.
verið gjaldfærðar vegna tekju- og
eignaskatts og landsútsvars,
vegna rekstrarársins 1983, og
10.166 þús. verið gjaldfærðar
vegna verðbreytinga. Eigið fé
útibúsins í árslok var 30.906 þús.
og jókst það um 13.110 þús. á ár-
inu, eða um 73,7%.
Starfsmenn í árslok voru 11,
þar af 3 í hálfu starfi.
Sigurður Kristjánsson.
MELAGERÐI S.F.
Fyrirtækið Melagerði s.f. var
stofnað á árinu 1982 af Grétari
Guðmundssyni og Hjörleifi Júlí-
ussyni. Aðalverkefni fyrirtækisins
frá stofnun hefur verið bygging
12 íbúða fyrir stjórn verka-
mannabústaða á Blönduósi. Eru
þetta tvö sex íbúða raðhús við
Skúlabraut. Var smíði þessara